Fréttablaðið birtir fjölþjóðlega skoðanakönnun frá YouGov um misjafnt mat þjóða á mannréttindum. Þar kemur skýrt í ljós, að flestar þjóðir Vestur-Evrópu setja kosningarétt ofar öðrum réttindum. Ennfremur, að þar á eftir kemur málfrelsi og ýmis velferð, svo sem ókeypis eða ódýr heilsa, ókeypis menntun, jöfnuður og öryggi á götum úti. Í allri Vestur-Evrópu er meirihluti fyrir velferð. Önnur atriði mannréttinda, svo sem eignaréttur og lágir skattar, njóta miklu minna fylgis. Hér á landi sýna kannanir, að flestir vilja ókeypis heilsu og menntun. Ríkisstjórn bófanna hér gengur þar þvert á vilja Íslendinga og vesturevrópubúa.