Góð ferðaþjónusta

Punktar

Fátt bendir til, að Reykjavík sé að spila sig út af ferðamarkaði. Yfirleitt fær þjónustan góð eða sæmileg ummæli á TripAdvisor. Engin ferðaþjónusta fær slæma einkunn, ekki einu sinni lundabúðir og hvalaskoðun. Hótel eru aðeins lakari. Þrjú B&B eru hefðbundnir vandræðagripir, Travel Inn, Adam og Tunguvegur, sem ætti öllum að loka. Á þessum enda hefur fjölgað um I Sleep Reykjavík, Egilsborg, Sigríður og Fjord. Af stærri hótelum fá Blue Arctic Suðurgata og Metropolitan lélegar einkunnir. Veitingahús eru flest góð eða sæmileg, helzt þarf að varast austurasíska staði, svo og Serrano, Ruby Tuesday, Piccolo Italia og TGI Friday. Landsbyggðin er gráðugri, þar skortir mig yfirsýn, matur er þó oftast slappur og rándýr.