Trúlausir predikarar

Punktar

Þjóðarleiðtogar okkar eru staðnir að leyndum bankareikningum í skattaparadísum aflandseyja. Þeir segjast ekki hafa verið að svíkja undan skatti. Sé svo, þá er eina skýringin, að þeir hafi verið að flytja eignir úr krónum í peninga. Slíkt geta ekki venjulegir Íslendingar. Höfðingjar virðast eiga leið framhjá kerfinu. Með þessu eru forsætis og fjármála að lýsa marklausar sínar eigin kenningar um mikilvægi krónunnar. Þeir vilja sjálfir vera í heimi alvörupeninga rétt eins og kvótagreifar. En halda þjóðinni læstri í fjötra verðlausrar krónu. Fylgja ekki því sem þeir predika. Vilja alls ekki deila örlögum, sem þeir áskapa þjóðinni.