Mikill meirihluti þjóðarinnar er orðinn fráhverfur orkusölu til stóriðju. Bara 15% eru henni enn fylgjandi. Sama gildir um orkusölu um streng til útlanda, bara 25% eru henni fylgjandi. Andstaðan við þjóðgarð á hálendinu er bara 23%. Hins vegar vill fólk rafvæða bílaflotann og aðrar samgöngur, 81%. Þetta sýnir að stóriðjustefnan er dauð. Við höfum þegar virkjað meira en við þurfum. Ekkert tilefni er til að ráðast frekar að náttúruperlum landsins. Við eigum til dæmis að stöðva boranir við Eldvörp. Strax, áður en það verður of seint. Nú þurfum við bara að fylgja hugarfarsbreytingunni eftir og reka stóriðjufólk frá völdum.