Nýbirt skoðanakönnun Gallup er að mestu tekin á undan Tortola-máli forsætis- og fjármálaráðherra. Sýnir engar breytingar á fylgi. Tilfærslur á fylgi mælast allar upp á brot úr prósenti, langt innan skekkjumarka. Staðfestir fyrri botn bófaflokkanna, sem náðist fyrir löngu. Botn Sjálfstæðis er 23% og Framsóknar er 12%. Þriðjungur fólks hefur fylgt kæru bófaflokkum sínum gegnum þykkt og þunnt. Klofningsflokkurinn Viðreisn mælist aðeins með 3%. Segir mér, að endurbætur á þjóðfélaginu verða torsóttar. Þjóðin hefur takmarkaðan áhuga á siðvæðingu valdsins. Fróðlegt verður að sjá, hvort þetta breyttist eftir Tortola-fréttir.