Örmerki hafa verði sett í aldrað fólk sums staðar í Bandaríkjunum, segir í Observer. Á merkinu er rakin sjúkrasaga þess. Þegar ekið er með aldrað fólk í sjúkrabíl á sjúkrahús má skanna örmerkið, fá þar sjúkrasögu þess og fara með það beint í viðeigandi aðgerð í stað þess að láta það liggja átta tíma aðgerðarlaust á spítalanum með verið er að finna sjúkrasöguna. Örmerkin eru ódýr, kosta nokkur þúsund krónur, og hver skanni kostar innan við 50 þúsund krónur. Þessi örmerki eru ekki sögð valda óþægindum. 80 spítalar hafa þegar tekið þau upp fyrir vestan. Hvenær koma þau hér?
