Dick Cheney, skotglaði gamlinginn bakvið George Bush forseta, er valdamesti varaforseti Bandaríkjanna frá upphafi, höfundur stefnunnar, sem hefur rutt Bandaríkjamönnum úr samfélagi þjóðanna. Cheney sér illa, en stundar samt fuglaveiðar, af því að stjórnmálamenn þar í landi verða að þykjast vera “macho” til að komast áfram í lífinu. Um daginn skaut hann 78 ára vin sinn í þriggja metra fjarlægð og fyllti hann af höglum. Karlinn fór í mikla aðgerð og dó ekki. Cheney gamla þótti þetta svo sjálfsagt, að hann hélt því leyndu nokkra daga, en fréttin lak þó út.