Ýktu tölurnar

Punktar

Flett er ofan af sölubæklingum Landsvirkjunar í bókinni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnússonar, sem kemur út á morgun. Samkvæmt bæklingunum er virkjanlegt vatnsafl 30 teravattstundir, sem þýðir, að virkja þarf nánast hverja sprænu á Íslandi nema Gullfoss í Hvítá. Þar með þarf að virkja frægar laxveiðiár á borð við Grímsá, Selá og Stóru-Laxá. Alla þessa orku auglýsir Landsvirkjun erlendis í bæklingum sem vannýtta orku á vægu verði. Lengi hef ég talið, að forustumenn Landsvirkjunar séu landráðamenn, sem falsi tölur. En vissi ekki fyrr en nú, að þeir eru líka ruglaðir.