Þeir fari allir

Punktar

Davíð Oddsson sagði árið 2003, að varnarsamningurinn við Bandaríkin væri úr sögunni, ef annar aðili breytti honum einhliða. Sama ár sagði Halldór Ásgrímsson, að varnir án þota og þyrlna væru engar varnir. Bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði fyrir nokkrum áratugum, að ólögleg væri einhliða ákvörðun um samsetningu varnarliðsins. Af þessum ummælum má ljóst vera, að varnarsamningurinn fellur sjálfkrafa úr gildi í haust, þegar þoturnar og þyrlurnar fara samkvæmt einhliða ákvörðun. Bandarískir hermenn verða því allir að fara í haust. Allir.