Ekki fullvalda

Punktar

Anne Applebaun gerir í Washington Post grín að hræðslu þingmanna við, að bandarískt fyrirtæki með hentifána í Dubai taki að sér rekstur sex hafna við austurströnd Bandaríkjanna. Hún bendir á, að hafnir í New York, New Jersey og San Francisco séu reknar af öðru fyrirtæki í Dubai, olíuhreinsun og vegatollar af brezkum og spönskum fyrirtækjum. Raunar hafa útlendingar keypt mikið af innviðum og efnahagslífi Bandaríkjanna. Auk þess sem Kína á svo mikið af dollurum, að það getur hvenær sem er valdið hruni hans í kauphöllum. Bandaríkin eru ekki lengur fullvalda.