Halldór Ásgrímsson segist hafa grunað um nokkurt skeið, að herinn mundi fara. Honum er sama, þótt næsta spurning sé, “af hverju léstu fólk þá ekki vita”. Hann segist hafa talað utan um það á miðstjórnarfundi Framsóknar. Þar var enginn nógu vel vakandi til að hlusta. Halldór þjáist mest af áhyggjum af að vera sakaður um að vita ekki, hvað gerist kringum hann. Þess vegna bregst hann við eins og gamall samstarfsmaður minn gerði alltaf. Til dæmis þegar ég sagði: “Það er ljós á bílnum þínum úti á plani.” Þá sagði hann “Ég vissi það.”