Völdin gufa upp

Punktar

Bandaríkin eru að hætta að vera heimsveldi. Noam Chomsky rithöfundur bendir í Guardian á, að hvarvetna sé þriðji heimurinn að hafna forskriftum frá Bandaríkjunum. Suður-Ameríku er að mestu leyti stjórnað af vinstri sinnuðum andstæðingum þeirra. Venezúela hefur olíuna og er komið í viðskiptaklúbbinn Mercosur. Fín sambúð er milli Venezúlea og Kúbu, sem sendi flesta lækna til Pakistan eftir jarðskjálftana. Sambúð Írans og Kína er vaxandi og Kína hefur rýtinginn á hálsi Bandaríkjanna, því að ríkið heldur dollarnum á floti og getur hætt því fyrirvaralaust.