Björgólfur Thor Björgólfsson kann ekki að skammast sín. Hann rífur kjaft út í fjölmiðla, sem skrifa um hneykslismál hans. Í staðinn ber honum að iðrast og borga skuldir sínar. Þar er IceSave efst á blaði, síðan kemur bankaránið mikla í Landsbankanum. Björgólfur lækkar svo sem ekki í áliti af að lögsækja fjölmiðla, mannorð hans er þegar í botni. En einhverjir nákomnir honum þurfa að segja honum, að hann sé sambandslaus við veruleikann. Það þýðir ekki að setja samfélagið á hliðina og sýna ítrekaðan hroka í ofanálag. Kominn er tími til að setja lög um, að Björgólfur Thor megi ekki koma til landsins.
