Margir sáu lánabækurnar

Punktar

Spillingin er víðtæk, er bankar lána aðstandendum sínum stóran hluta innlána án veða. Þannig var ástandið í Landsbanka og Kaupþingi í fyrra. Fjöldi manns í bönkunum vissi af stöðu lánabókanna. Þeir eiga allir hluta í ábyrgðinni, ekki bara bankastjórarnir. Endurskoðendur áttu að hringja bjöllum. Bankaráð bera líka ábyrgð á lögbrotunum, þar á meðal Kjartan Gunnarsson. Bankarán upp á hundruð milljarða í hvorum banka. Það er IceSave stærðargráða. Hví sitja bankastjórar, deildarstjórar, endurskoðendur og bankaráðsmenn ekki inni? Gilda lög ekki, þegar rán fer yfir tíuþúsundkall? Hvar eru saksóknararnir?