Komin er mynd á ýmsa helztu þætti tjónsins, sem þjóðin varð fyrir í hruninu. Fyrst og stærst er tjónið af völdum IceSave reikninga Landsbankans. Næst í röðinni er bankaránið í fyrrasumar, er stjórnendur bankanna opnuðu hirzlur þeirra og eigendurnir létu greipar sópa. Tóku lán með málamyndaveðum og alls engum veðum. Þriðja er gjaldþrot Seðlabankans í fyrrasumar, er Davíð Oddsson lánaði bönkunum villt og veðlaust. Það olli ríkissjóði 350 milljarða tjóni. Fjórða í röðinni er 270 milljarða innspýting í peningamarkaðssjóði bankana. Það var á ferðinni gerræði Geirs Haarde án samþykkis fjárveitingavaldsins.