Veruleikafirrt bankastýra Íslandsbanka telur sig vera fórnardýr hrunsins, ekki málsaðila. Alveg eins og Jón Ásgeir telur sig vera fórnardýr aðstæðna. Handhafi týnda kúlulánsins segist í kranaviðtali DV lítið vita um, hvað gerðist í bankanum. Birna Einarsdóttir virðist hafa flotið meðvitundarlaus upp í hæstu hæðir. Þaðan svífa úrskurðir hennar um stórmennskubrjálæði og hroka Íslendinga. Sem séu bara bændur í jakkafötum. Hrunið var bara heimskri þjóð að kenna. Alls ekki meðvitundarlausri bankastýru, sem talar niður til bóndadurga. Ég veit ekki um mikilmennsku, en hroki hennar er mikilfenglegur.