Atvinnulífið blómstrar

Punktar

Gjaldþrot fyrirtækja í maí voru 95, svipuð og árið áður, þegar þau voru 92. Þetta sýnir, að atvinnulífið gengur bara vel. Dampurinn er að minnsta kosti 95% af því, sem hann var fyrir ári. Munar þar mest um, að ferðaþjónusta gengur frábærlega, þótt hún dragist saman í öðrum löndum. Sjávarútvegurinn gengur líka á fullum dampi. Atvinnuleysi er miklu minna en í öðrum löndum, en sýnist vera 9% vegna svartrar vinnu. Bankastarfsemi fyrir almenning er með eðlilegum hætti. Fyrirtæki venja sig við, að lán eru ekki sjálfgefin. Þótt hér hafi orðið bankahrun fyrir ári, sleppum við að ýmsu leyti bærilega.