Hvað á að gera við Davíð Oddsson? Hann sólundaði í fyrrasumar 350 milljörðum í veðlaus lán til gjaldþrota banka. Tjónið jafngilti gjaldþroti Seðlabankans og ríkissjóður varð að taka við boltanum. Hvað á að gera við Geir H. Haarde? Hann pundaði í fyrrahaust 270 milljörðum króna í peningamarkaðssjóði. Gerði þar með ríkissjóð ófæran um að lina þjáningar annarra. Til dæmis eigenda lífeyris og allra skuldara landsins. Hvað á að gera við Bjarna Benediktsson? Þá var hann formaður þingflokks Sjálfstæðis, sem samþykkti gerræðið. Hvað á að gera við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur? Sem er drottning kúlulánanna.