Alþýðusamband Íslands segir, að 10-11 sé okurbúla. Það kemur heim og saman við mína reynslu. Fór þar inn um daginn, því að búðin var í sama húsi og fyrirtæki, sem ég heimsótti. Mér féllust hendur, þegar ég sá verðið. Fór út án þess að kaupa neitt. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri er hins vegar ósáttur við verðkannanir Alþýðusambands. Segir það vanhæft til slíkra verka. Talar um 5% af könnuninni, gerir að 95%. Notar eins konar smjörklípuaðferð. Könnunin er samt rétt að nánast öllu leyti. 10-11 er ótrúleg okurbúla. Er það eftir athugasemd Sigurðar eins og hún var fyrir hana.
