Er ekki kominn tími til að höfða mál gegn stjórnendum og eigendum gömlu bankanna? Þeir misnotuðu bankana til að afla fjár til margvíslegra glæfra. Notuðu krosseignarfélög og aflandseyjar til að hafa fé af eigendum innistæðna og komast yfir erlendan gjaldeyri. Síðustu vikurnar hafa margir fjárglæfrar þeirra komið í ljós. Nú síðast skúffufélög Ólafs Ólafssonar á eyjunni Tortola. Ljóst má vera, að eignarhaldi útrásarvíkinga á bönkunum var meira eða minna beitt til lögbrota. Þess vegna þarf að hefja málarekstur til að endurheimta stolið og undanskotið fé. Annars týnast tugmilljarðar.