Lýðveldisbyltingin er of upptekin af stjórnlagaþingi. Telur það allra meina bót. Það semji þjóðínni nýja stjórnarskrá. Þar séu settar skorður við fólsku pólitíkusa, búið í haginn fyrir réttsýni og heiðarleika. Ég held, að formin séu aldrei merkari en innihaldið. Meira máli skiptir til skamms tíma að skipta út pólitíkusum í almennum kosningum með persónuvali. Fá nýja, er fara að óskum þjóðarinnar. Mér finnst það vænlegra til skyndiárangurs. Í haust má svo kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að semja betri stjórnarskrá. Til ills er að láta breytta stjórnarskrá skyggja á pólitískt uppgjör í vor.