Stjórn nýja Kaupþings seldi vildarvinum lúxusbíla fyrirtækisins án útboðs. Þannig fékkst ekki markaðsverð fyrir bílana, heldur brunaútsöluverð. Það er gott dæmi um, að stjórnir nýju bankanna eru óhæfar. Enda líta þær á starf sitt sem herfang. Eru skipaðar út á flokkahollustu í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde. Slík vinnubrögð eru úrelt. Nú vill fólk heiðarleika og starfshæfni. Það vill fólk, sem ekki er á framfæri flokka. Mikilvægt er að skipta strax út þessum bankaráðum og bankastjórnendum. Og ráða í þess stað eftir faglegu mati í eðlilegu umsóknarferli. Gamli tíminn er enn við völd í glæpabönkunum.