Evrópa er bitbeinið

Punktar

Það er meira en að segja það að gera ráð fyrir samstarfi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eftir kosningar. Evrópusambandið skilur milli flokkanna tveggja. Annar er eindregið fylgjandi Evrópu og hinn er eindregið andvígur henni. Kannski er hægt að ná einhverju samkomulagi til skamms tíma um að fara í viðræður við sambandið án skuldbindinga. En það yrði aldrei langlíft samkomulag. Mjög erfitt er að þoka landinu í átt til Evrópu meðan tveir af fjórum stjórnmálaflokkum eru beinlínis andvígir aukinni aðild að Evrópu.