Ísafjarðarsýslur

Gilsbrekkuheiði

Frá Syðri-Dal í Bolungarvík að Gilsbrekku í Súgandafirði.

Ekki talin hættuleg, en þó er sagt, að átján manns hafi einu sinni farist á heiðinni á leið frá jólagleði á Hóli í Bolungarvík.

Förum frá Syðri-Dal suður með Syðradalsvatni vestanverðu að Gili, síðan vestur og upp í Hrossahjalla og suðvestur á Gilsbrekkuheiði, í 580 metra hæð. Að lokum niður um Duggholu í Gilsbrekkudal að eyðibýlinu Gilsbrekku.

14,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Geirsteinshvilft, Súgandi, Heiðarskarð, Grárófuheiði, Skálavíkurheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Geirsteinshvilft

Frá Bolungarvík til Súgandafjarðar.

Förum frá Bolungarvík suður með Syðradalsvatni vestanverðu, vestur í Hrossahjalla, suður yfir Flatahjalla, um Geirsteinshvilft, niður í botn Súgandafjarðar.

12,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Botnsheiði, Súgandi, Gilsbrekkuheiði, Heiðarskarð, Skálavíkurheiði, Grárófuheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Furufjarðarnúpur

Frá Þaralátursfirði fyrir Furufjarðarnúp til Furufjarðar.

Þessi leið er ekki fær hestum, en var mikið farin, þegar Svartaskarð var ófært á vetrum.

Milli Furufjarðar og Núpsins eru leifar fjárréttar í Sandshorni. Ofan réttarinnar eru holur í bergi, þar sem goskvikan hefur harðnað utan um trjáboli, sem síðan hafa eyðst.

Byrjum við ósinn í Þaralátursfirði. Förum um stórgrýtisurð norður með Þaralátursfirði og síðan um sléttar og grónar eyrar. Á utanverðu nesinu förum við um hvíta skeljasandsfjöru fyrir klettana Könnu og Kerlingu. Þar verðum við að sæta sjávarföllum. Síðan förum við um stórgrýtta Saltvíkururð suðvestur með Furufirði. Næst komum við að Ófæru, þar sem við klöngrumst upp á hrygg og förum varlega á þverhníptri klettabrún. Síðan komum við á fjárgötur að botni Furufjarðar og þaðan norðvestur með fjörunni að sæluhúsinu í Furufirði.

8,8 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Skálar:
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Svartaskarð, Bolungarvíkurbjarg, Skorarheiði, Reykjafjarðarháls, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Fossadalsheiði

Frá Reykjafirði um Fossadalsheiði til Bjarnarfjarðar á Ströndum.

Vörðuð leið um urðir á heiðinni.

Förum frá gistihúsinu í Sigluvík suður dalinn um eyðibýlið Kirkjuból og upp Fossadal austan ár. Þar komum við á Fossadalsheiði í 300 metra hæð. Síðan suðaustur yfir drög Sunndals og yfir Rönd að fjallsbrún norðan Bjarnarfjarðar. Niður fjallið förum við um ótal sneiðinga og komum niður við fjarðarbotninn.

8,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.

Nálægar leiðir: Skjaldabjarnarvík, Þúfur, Reykjafjarðarháls, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Fljótsskarð

Frá Glúmsstöðum í Fljóti um Fljótsskarð í Andbrekkur í Hesteyrarfirði.

Förum frá Glúmsstöðum austsuðaustur í Fljótsdal og þaðan suðsuðaustur í Fljótsskarð í 420 metra hæð. Þaðan suðaustur á leið um Hesteyrarbrún og Kjaransvíkurkarð.

5,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Háaheiði, Almenningar, Kjaransvíkurskarð, Hesteyrarbrún.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Fannalág

Frá Hrafnfirði um Fannalág til Sópanda í Lónafirði.

Létt, en mjög brött gönguleið.

Förum frá Álfsstöðum norðvestur á fjallið og náum 440 metra hæð í Fannalág vestan við Mánafell. Þaðan förum við norður og niður í Sópanda.

5,0 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Hrafnfjörður, Sópandi, Lónafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Eyrarfjall

Frá botni Mjóafjarðar um Eyrarfjall til botns Ísafjarðar.

Byrjum við Botn í Mjóafirði. Förum suður sneiðing á Eyrarfjall, yfir þjóðveg 61 og suðaustur fyrir norðan Eyjavötn. Við förum áfram suðaustur fyrir norðan Hestakleifarvatn fram á Hestakleif. Niður kleifina að botni Ísafjarðar.

6,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Glámuheiði, Skálmardalsheiði, Vatnsfjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Dynjandisskarð

Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd að Dynjanda í Leirufirði.

Aðalleiðin milli þessara svæða. Vörðurnar eru að mestu hrundar, en gamlir símastaurar vísa veginn. Leiðin er óskýr og slitrótt. Um nyrsta hluta leiðarinnar er rudd slóð.

Förum frá Unaðsdal norðaustur Unaðsdal og bratt upp í Álfsskarð. Síðan norður um hjalla að Þriðjungabrekkum. Ofan þeirra er komið á Dalsheiði. Þar förum við um Langholt norður í Dynjandisskarð í 580 metra hæð. Förum bratt niður úr skarðinu og um Gunnuhjalla milli Tröllafells að vestan og Hádegisfjalls að austan. Niðri í Dynjandisdal förum við norður hlíðina og komum við sjó að bænum Dynjanda í Leirufirði.

14,3 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Skálar:
Flæðareyri: N66 14.408 W22 36.056.

Nálægar leiðir: Öldugilsheiði, Kaldalón, Vébjarnarnúpur, Höfðaströnd, Hrafnfjörður, Leirufjall, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Dynjandisheiði

Frá Dynjandisvogi í Arnarfirði til Geirþjófsfjarðar í Suðurfjörðum.

Af þessari leið má fara um Hornatær og á Glámuheiði. Einnig út fjallið og að Kirkjubóli í Mosdal. Að norðanverðu er heiðin svo brött, að tæpast verður komizt með klyfjaðan hest.

Förum Dynjandisvogi sunnanverðum upp á Dynjandisheiði, að vegi 60. Þar er lélegur fjallaskáli. Beygjum þar suðsuðvestur að Trölladal inn af botni Geirþjófsfjarðar. Förum suðvestur í fjarðarbotn.

7,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt
Skálar:
Dynjandisheiði: N65 42.546 W23 12.323.

Nálægar leiðir: Afréttardalur, Kirkjubólsheiði, Geirþjófsfjörður, Tóbakslaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Drangajökull

Frá Skjaldfönn á Langadalsströnd um suðurbrún Drangajökuls að Meyjardal norðan Drangaskarða.

Þessa leið var oft farið með rekavið, dreginn á klökkum.

Förum frá Skjaldfönn austur Skjaldfannardal og upp úr botni dalsins til norðurs fyrir vestan Jökulgil og síðan til austurs eftir Langahrauni. Þá förum við yfir jökulröndina í suðurbrún Drangajökuls, fyrst í austur og síðan í norðaustur, í 720 metra hæð. Næst sveigjum við austur að Kringluvatni, förum vestan við það og til norðurs niður í Meyjardal. Förum hann austanverðan, ausan við Meyjarvatn til strandar við eyðibýlið Krákutún sunnan Meyjarmúla við Bjarnarfjörð á Ströndum.

31,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Ófeigsfjarðarheiði, Hraundalsháls, Miðstrandir, Skjaldabjarnarvík, Þúfur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Djúpahlíð

Frá Steig í Bæjardal í Veiðileysufirði um Djúpuhlíð til Veiðileysuár í botni Veiðileysufjarðar.

Förum frá Steig norður með ströndinni fyrir Ádali og síðan austur með Djúpuhlíð að Karlsstaðadal og loks norður dalinn og fyrir Höfða að Veiðileysuá.

6,5 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Kvíafjall, Hafnarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Breiðuskörð

Frá Fljótsvatni um Breiðuskörð til Almenningaskarðs.

Ómerkt leið, ófær hestum og torfær mönnum.

Á útivistarkorti Hornstanda segir frá aðkomu að Breiðuskörðum að austanverðu: “Standi maður neðan skarðsins, teygir urð sig alllangt upp í hlíðina undir skarðsöxlinni, en klettabelti hægra megin hennar. Farið er upp urðina, þar til opnast inn á syllu í klettunum. Hún er gengin, þar til rof myndast ofan við hana, þar sem gengt er upp í skarðið. Þegar komið er úr skarðinu, er nokkuð greið leið niður …”

Byrjum við norðanvert Fljótsvatn, þar sem Svíná rennur í vatnið. Förum norðaustur Svínadal upp í Breiðuskörð í 460 metra hæð. Síðan förum við sneiðinga austur að Kirfi og austsuðaustur um Almenninga vestri að slóð milli Fljóts og Kjaransvíkur um Almenningaskarð.

6,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Almenningar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Breiðadalsheiði

Frá Dagverðardal í Skutulsfirði til Breiðadals í Önundarfirði.

Um þessa leið var lagður bílvegur, sem nú hefur verið aflagður vegna jarðganga.

Förum frá Ísafirði suður Skutulsfjörð í Dagverðardal og upp sunnan Hnífafjalls, suður um Breiðadalsskarð í 610 metra hæð, bratt niður í Breiðdal og að ströndinni rétt norðan brúarinnar á Önundarfirði.

11,9 km
Vesstfirðir

Skálar:
Breiðadalsheiði: N66 02.073 W23 18.923.

Nálægar leiðir: Botnsheiði, Þverfjall, Þjófaskörð, Nónhorn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Botnsheiði

Frá Skutulsfirði til Súgandafjarðar.

Um þessa leið var lagður bílvegur, sem hefur verið aflagður vegna jarðganga.

Förum frá Ísafirði inn með Skutulsfirði og upp úr Tungudal meðfram Tunguá á Botnsheiði í 500 metra hæð sunnan og vestan við Búrfell, niður í Botnsdal, út Botnsdal og að Botni.

9,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Gilsbrekkuheiði, Geirsteinshvilft, Þverfjall, Breiðadalsheiði, Þjófaskörð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Bolungarvíkurheiði

Frá Hrafnfirði í Jökulfjörðum til Bolungarvíkur á Ströndum.

Var ætíð sjaldan farin. Götur eru þó skýrar, leiðin vörðuð og greiðfær.

Förum frá Álfstöðum norðaustur um Álfstaðadal upp á Bolungarvíkurheiði í 420 metra hæð norðan Skarðsaxlar. Þaðan austur að sæluhúsinu í Bolungarvík.

9,2 km
Vestfirðir

Skálar:
Hrafnfjörður: N66 15.989 W22 22.672.
Bolungarvík: N66 18.143 W22 14.147.

Nálægar leiðir: Hornstrandir, Bolungarvíkurbjarg, Hrafnfjörður, Skorarheiði, Göngumannaskörð, Fannalág.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort