Furufjarðarnúpur

Frá Þaralátursfirði fyrir Furufjarðarnúp til Furufjarðar.

Þessi leið er ekki fær hestum, en var mikið farin, þegar Svartaskarð var ófært á vetrum.

Milli Furufjarðar og Núpsins eru leifar fjárréttar í Sandshorni. Ofan réttarinnar eru holur í bergi, þar sem goskvikan hefur harðnað utan um trjáboli, sem síðan hafa eyðst.

Byrjum við ósinn í Þaralátursfirði. Förum um stórgrýtisurð norður með Þaralátursfirði og síðan um sléttar og grónar eyrar. Á utanverðu nesinu förum við um hvíta skeljasandsfjöru fyrir klettana Könnu og Kerlingu. Þar verðum við að sæta sjávarföllum. Síðan förum við um stórgrýtta Saltvíkururð suðvestur með Furufirði. Næst komum við að Ófæru, þar sem við klöngrumst upp á hrygg og förum varlega á þverhníptri klettabrún. Síðan komum við á fjárgötur að botni Furufjarðar og þaðan norðvestur með fjörunni að sæluhúsinu í Furufirði.

8,8 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Skálar:
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Svartaskarð, Bolungarvíkurbjarg, Skorarheiði, Reykjafjarðarháls, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort