Dynjandisskarð

Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd að Dynjanda í Leirufirði.

Aðalleiðin milli þessara svæða. Vörðurnar eru að mestu hrundar, en gamlir símastaurar vísa veginn. Leiðin er óskýr og slitrótt. Um nyrsta hluta leiðarinnar er rudd slóð.

Förum frá Unaðsdal norðaustur Unaðsdal og bratt upp í Álfsskarð. Síðan norður um hjalla að Þriðjungabrekkum. Ofan þeirra er komið á Dalsheiði. Þar förum við um Langholt norður í Dynjandisskarð í 580 metra hæð. Förum bratt niður úr skarðinu og um Gunnuhjalla milli Tröllafells að vestan og Hádegisfjalls að austan. Niðri í Dynjandisdal förum við norður hlíðina og komum við sjó að bænum Dynjanda í Leirufirði.

14,3 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Skálar:
Flæðareyri: N66 14.408 W22 36.056.

Nálægar leiðir: Öldugilsheiði, Kaldalón, Vébjarnarnúpur, Höfðaströnd, Hrafnfjörður, Leirufjall, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort