Fossadalsheiði

Frá Reykjafirði um Fossadalsheiði til Bjarnarfjarðar á Ströndum.

Vörðuð leið um urðir á heiðinni.

Förum frá gistihúsinu í Sigluvík suður dalinn um eyðibýlið Kirkjuból og upp Fossadal austan ár. Þar komum við á Fossadalsheiði í 300 metra hæð. Síðan suðaustur yfir drög Sunndals og yfir Rönd að fjallsbrún norðan Bjarnarfjarðar. Niður fjallið förum við um ótal sneiðinga og komum niður við fjarðarbotninn.

8,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.

Nálægar leiðir: Skjaldabjarnarvík, Þúfur, Reykjafjarðarháls, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort