Norður-Múlasýsla

Hrakströnd

Frá innstu byggð í Fljótsdal að fjallakofanum Hrakströnd í Fljótsdal.

Byrjum við Glúmsstaðasel í Fljótsdal, sem er fjórum kílómetrum sunnan Egilsstaða. Förum suðvestur dalinn að fjallakofanum Hrakströnd í Fljótsdal, þaðan sem er langur fjallvegur suður á Lónsöræfi.

14,8 km
Austfirðir

Skálar:
Hrakstrandarkofi: N64 50.851 W15 23.221.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hornbrynja

Frá Sturluflöt í Suðurdal í Fljótsdal um Hornbrynju til Eyjólfsstaða í Fossárdal í Berufirði.

Forn verzlunarleið Fljótsdælinga til Berufjarðar. Gamlar götur og vörðubrot sjást sums staðar á þessum slóðum. Fossárdalur er leynidalur, sem sést ekki frá hringveginum. Þar voru þó sagðir fjórtán bæir, þegar mest var, en er nú bara einn, Fossárdalur. Í dalnum er mikið af krókum milli ása, fullum af lyngi og kjarri og blómum. Í Fossá er fjöldinn allur af fallegum fossum. Í dalnum eru fjölbreyttar bergtegundir eins og víðar á sunnanverðum Austfjörðum. Nokkur veiði er í Líkárvatni og er nafn þess talið stafa af slysförum. Sunnan vatnsins fundust mannabein, sem talin eru af strokufanganum Þorgrími Hermannssyni, er slapp úr haldi á Djúpavogi 1837.

Förum frá Bessastöðum suður að brúnni austur yfir Jökulsá. Síðan með þjóðvegi 935 suður að Sturluflöt. Þar förum við austur yfir drög Gilsárdals suðaustur í Hornbrynjuslakka norðan fjallsins Hornbrynju og þaðan suðsuðaustur að fjallaskálanum Bjarnarhíði. Þaðan förum við stuttan kafla suðaustur með jeppaslóð, sem liggur að þjóðvegi um Öxi. En förum fljótt suður úr slóðinni að Líkárvatni austanverðu. Við förum austsuðaustur í Fossárdal og fylgjum slóð meðfram Fossá austur að eyðibýlinu Eyjólfsstöðum í Fossárdal.

36,3 km
Austfirðir

Skálar:
Bjarnarhíði: N64 50.853 W14 51.507.

Nálægar leiðir: Flosaleið, Kelduá, Sauðárvatn, Ódáðavötn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hofteigsalda

Frá leið um Smjörvatnsheiði að Hofteigi í Jökuldal.

Þeir, sem fóru Smjörvatnsheiði komu oft niður við Hofteig í Jökuldal, fremur en að Fossvöllum í Jökulsárhlíð.

Förum frá Beinavörðu á Beinavörðuhálsi á Smjörvatnsheiði í 700 metra hæð. Við förum suður Hofteigsöldu og Áfangabrekkur, Laxárkrók og Vegufs, niður með Svelgsá, á þjóðveg 1 austan við Hofteig í Jökuldal.

14,8 km
Austfirðir

Skálar:
Smjörvatnsheiði: N65 30.096 W14 52.725.
Vaðlabúð: N65 30.288 W14 53.224.

Nálægar leiðir: Smjörvatnsheiði, Fallegiklettur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hofsdalur

Frá Hofi í Hofsdal um Hnútuvatn að Egilsseli á Kollumúlaheiði.

Torfær jeppaslóð er frá Hofi inn fyrir Stórafoss. Töluvert er um kjarr á þeirri leið. Þar er líka mikið um ljósar bergtegundir, líparít og flikruberg. Um Hofsdal og Flugustaðadal segir í Árbók FÍ 2002: “Miklir og óslitnir fjallgarðar umlykja vatnasviðið, sundurristir af ótal giljum. Þeim er aðeins hægt að kynnast á ferð um dalina, sem búa yfir fjölbreytni í landslagi og jarðmyndunum, fossum og vænum gróðri.”

Förum frá Hofi vestur dalinn og norðan Hofstungu upp með Hofsá að Stórafossi. Síðan um Ytri-Bót og Innri-Bót og vestur um Innstabotn að Hofsvötnum undir Hofsjökli. Förum norður fyrir jökulinn, mest í 800 metra hæð, yfir á slóð, sem liggur úr Geithelladal til Kollumúlavatns. Fylgjum þeirri leið vestur að Hnútuvatni og síðan suður yfir Víðidal á Kollumúlaheiði að skálanum í Egilsseli.

32,6 km
Austfirðir

Skálar:
Egilssel: N64 36.662 W15 08.718.

Nálægar leiðir: Flugustaðadalur, Fossbrekkur, Egilssel, Sauðárvatn, Geldingafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hofsárdalur

Frá Þorbrandsstöðum í Vopnafirði um Hofsárdal á þjóðveg 85 suðaustan undir Brunahvammshálsi.

Önnur þjóðleiðin úr Vopnafirði vestur á Möðrudalsöræfi.

Förum frá Þorbrandsstöðum suðvestur Hofsárdal undir Þorbrandsstaðaháls. Norðvestur fyrir Steinvarartungu hjá Tunguseli. Suðvestur með Hofsá undir Tungufelli að fjallakofanum á Fossi. Vestsuðvestur upp úr dalnum innan við Foss og suðvestur um Hauksstaðaheiði, á þjóðveg 85 suðaustan undir Brunahvammshálsi.

25,2 km
Austfirðír

Skálar:
Fosskofi: N65 33.784 W15 16.547.
Sjafnarbúð: N65 32.257 W15 25.994.

Nálægar leiðir: Skjaldklofi, Fríðufell, Sauðahryggur, Vopnafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hjálpleysa

Frá Árey í Reyðarfirði um Hjálpleysu að Stóra-Sandfelli í Skriðdal.

Torfær hestum, en var skemmsta leiðin frá Héraði til kaupstaðar á Reyðarfirði. Í lægðinni fyrir sunnan Hryggi er sagt, að Valtýr á grænni treyju hafi haldið sig eftir morðið á sendimanni sýslumanns. Áður fyrr var oft farið með fjárrekstra um dalinn til slátrunar á Reyðarfirði. Um miðja tuttugustu öld varð slys í háskarðinu, þegar fé rann niður fönn.

Förum frá Áreyjum norður með Áreyjartindi og síðan vestur Hjálpleysu Reyðarfjarðarmegin að Botnatindi. Þar sveigir leiðin norðvestur í skarðið í 770 metra hæð. Þaðan förum við norður um Hjálpleysu. Sveigjum síðan að Stóra-Sandfelli í Skriðdal.

16,1 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Þórdalsheiði, Stuðlaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hjálmárdalsheiði

Frá Klyppstað í Loðmundarfirði um Hjálmárdalsheiði til Dvergasteins í Seyðisfirði.

Heiðin er fær hestum, en tæpast klyfjahestum. Stórfenglegt útsýni er úr Fossbrekkum og Skógarhjalla yfir Seyðisfjörð. í gamalli sóknarlýsingu segir þetta um veginn: “Hann er yfir höfuð allur grýttur, örðugur og blautur og lítt fær með áburð. Mega því fjarðarbúar flytja allar nauðsynjar sínar sjóveg af Seyðisfirði.”

Förum frá sæluhúsinu á Klyppstað austsuðaustur að Sævarenda. Förum suðaustur um Strandarbrekkur undir Gunnhildi og yfir Biskupsgil. Síðan suður og upp í mynni Hjálmárdals austan undir Gunnhildi. Suðvestur í Mjósund og vestur og upp á hjalla og síðan vestur á Hjálmárdalsheiði. Þaðan vestsuðvestur í 640 metra hæð og síðan niður Hall í Kolsstaðadal og yfir Selstaðaá. Í bratta brekku efst á brún Kolstaðadals og förum bratt niður sneiðinga suðaustur um Fossbrekkur. Sveigjum neðan við Grýtubrjóst suðvestur á Skógarhjalla og förum þá bratt niður til suðvesturs á þjóðveg 951 við Dvergastein milli Sunnuholts og Selsstaða.

13,1 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Klyppstaður: N65 21.867 W13 54.051.

Nálægar leiðir: Loðmundarfjörður, Norðdalsskarð, Tó, Vestdalsheiði, Kækjuskörð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Helkunda

Frá Hafralónsá í Þistilfirði um Helkundu að Finnafjarðará í Finnafirði.

Helkunduheiði er einnig kölluð Helgundarheiði og Hallgilsstaðaheiði. Á Helkunduheiði voru til forna mörk fjórðunga og biskupsdæma.

Byrjum við brúna á Hafralónsá í Þistilfirði. Förum suður milli Hallgilsstaða og Stóralækjar. Síðan austur á Helkunduheiði, sunnan við Fiskárvötn og Krókavatn, austur í Finnafjörð við Finnafjarðará.

9,5 km
Þingeyjarsýslur, Austfirðir

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Heiðarfjall

Frá Langanesvegi rétt norðan Hlíðar um Heiðarfjall og Hrollaugsstaðafjall til Kumblavíkur við Bakkaflóa.

Bandaríkjaher rak ratsjárstöð á Heiðarfjalli 1954-68. Rústir hennar eru þar enn. Málaferli hafa staðið yfir vegna slæms frágangs spilliefna frá stöðinni.

Förum frá Heiðarhöfn, þar sem vegur liggur upp á Heiðarfjall. Við förum eftir þeim vegi upp á fjallið, þar sem eru leifar af ratsjárstöð bandaríska hersins. Norðausturhluti fjallsins heitir Hrollaugsstaðafjall. Gömul reiðleið liggur norðaustur af fjallinu og síðan til austurs fyrir ofan eyðibýlin Hrollaugsstaði og Selvík og yfir Berg að eyðibýlinu Kumblavík við Bakkaflóa.

13,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Fontur, Fagranesskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hágangar

Frá Hafralónsá í Þistilfirði um Háganga að Litluá í Selárdal í Vopnafirði.

Syðri Hágangur er 952 metrar, hið tilkomumesta fjall. Ytri Hágangur er einnig svipmikill og 923 metrar. Fjöllin eru úr móbergi, alsett tindum og fönnum.

Byrjum hjá austurenda brúar á Hafralónsá á þjóðvegi 85 í Þistilfirði. Förum suður með ánni austanverðri, yfir Kverká og suður með þeirri á vestanverðri. Síðan suður á Grasdalsfjall, suður að Kverká, austan Hólmavatns, að leitarmannakofa í Leirártungu. Þaðan til austurs. Fyrir sunnan Djúpavatns beygjum við suður fyrir Ytri-Hágang, förum milli hans og Þverfells, síðan austur í Hvammsármýrar og suðaustur að Litluá í Selárdal í Vopnafirði.

53,0 km
Þingeyjarsýslur, Austfirðir

Skálar:
Austurheiði: N65 57.568 W15 23.164.
Kverkártunga: N65 54.586 W15 18.127.
Miðfjarðarheiði: N65 54.467 W15 14.209.

Nálægar leiðir: Hafralónsá, Helkunda, Kverkártunga, Miðfjarðarheiði, Selárdalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Haugsleið

Frá Fremri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði um Haugsöræfi að Víðirhóli á Fjöllum.

Þetta var aðalleiðin milli Vopnafjarðar og Hólsfjalla, langur fjallvegur og erfiður. Þarna var lagður sími 1906. Árið 1881 urðu tveir menn úti á Haugsöræfum. Þar heitir Dauðagil. Önnur örnefni á svæðinu eru ekki öll upplífgandi, svo sem Dimmagil og Heljardalur.

Förum frá Fremri-Hlíð norðvestur á fjallið og síðan suðvestur eftir fjallinu, norðan við tindinn á Rjúpnafelli og um Búrfell. Vestan þess förum við norðvestur yfir drög Selárdals að Mælifelli og fjallaskálanum Aðalbóli. Síðan upp með Selsá í átt að Kollufelli. Sveigjum til norðvesturs og síðan vesturs að fjallaskálanum Austarahúsi. Áfram vestnorðvestur um Austari-Haugsbrekku að Haugsgili sunnan Haugsvatns. Förum vestur um gilið og síðan áfram vestur, í 760 metra hæð, um fjallaskálann Vestarahús að vegamótum norðan Hólskerlingar. Við förum norðvestur fyrir endann á Víðirhólsfjallgarði að Víðirhóli.

70,4 km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur

Skálar:
Aðalból: N65 41.394 W15 18.309. 380 metrar.
Austarahús: N65 41.426 W15 32.094.
Vestarahús: N65 42.590 W15 49.400.

Nálægir ferlar: Hólsfjöll.
Nálægar leiðir: Vopnafjörður, Dimmifjallgarður, Einbúi, Heljardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hallfreðargata

Frá Hróarstungu á Héraði í Hrafnkelsdal.

Leið þessi er svo óljós í Hrafnkötlu, að hún er ekki sýnd hér á korti. Hefur líklega legið um Fjórðungsháls og Krossvatnshæðir. Hún hefur ekki verið notuð síðari aldir, svo vitað sé. Gera má því skóna, að hún sé hin sama og nú er kölluð Aðalbólsleið, sjá þar. “Fljótsdalshérað er yfirferðarillt, grýtt mjög og blautt, en þó riðu þeir feðgar jafnan hvorir til annars, því að gott var í frændsemi þeirra. Hallfreði þótti sú leið torsótt og leitaði sér leiðar fyrir ofan fell þau, er standa í Fljótsdalshéraði. Fekk hann þar þurrari leið og lengri, og heitir þar Hallfreðargata. Þessa leið fara þeir einir, er kunnugastir eru um Fljótsdalshérað.” Svo segir í Hrafnkels sögu Freysgoða um ferðir hans og föður hans, Hallfreðar.

? km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Aðalbólsleið, Vegkvíslar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Hrafnkels saga

Gönguskarð eystra

Frá Unaósi á Fljótsdalshéraði um Gönguskarð til Njarðvíkur.

Þetta var aðalleiðin milli Fljótsdalshéraðs og Njarðvíkur og Borgarfjarðar áður en bílvegur var lagður um Vatnsskarð .

Förum frá Unaósi norðaustur og út með Selfljóti og síðan austur á brekkurnar. Svo til suðausturs fyrir vesturenda Smátindafjalls í 420 metra hæð í Gönguskarði. Áfram suðaustur um Göngudal meðfram Göngudalsá. Síðan austur og niður hlíðar Kerlingarfjalls til Njarðvíkur. Að lokum suður yfir dalinn að þjóðvegi 94.

9,2 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Tröllabotnar, Grjótdalsvarp.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Grjótdalsvarp

Frá þjóðvegi 94 við brú á Njarðvíkurá um Grjótdalsvarp að Bakkamel í Borgarfirði.

Mjög fallegt svæði, minnir á Stórurð fyrir neðan Dyrfjöll að vestanverðu.

Byrjum austan við brúna á Njarðvíkurá á þjóðvegi 94 í Njarðvík. Förum suðvestur undir Grásteinshlíð og síðan suður um Urðardal. Úr dalbotninum förum við austur og upp í Urðardalsvarp / Grjótdalsvarp í 620 metra hæð. Þar erum við norðan við norðausturtind Dyrfjalla. Síðan förum við austur og niður með Grjótá að norðan að Brandsbalarétt við Bakkamel í Borgarfirði eystra.

8,7 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Gönguskarð eystra.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Grágæsadalur

Frá Möðrudal að Einarsskála í Grágæsadal.

Grágæsadalur er þröngur og gróinn dalur í 640 metra hæð austan undir Fagradalsfjalli. Heiðagæsir eigna sér dalinn. Áður fyrr var Kreppa stundum riðin suðvestan vatnsins, enda er skammt vestur í Hvannalindir, fimm kílómetra loftlína milli skálanna, en ekki verður neinum ráðið að gera slíkt. Víða er fallega gróið á leiðinni um Álftadal og Fagradal. Vestan Arnardals er fjallaskáli í Dyngju. Þar er talið, að Þorsteinn jökull frá Brú hafi búið í þrjú ár, þegar Svartidauði geisaði. Þar hafa fundizt bein og mannvistarleifar. Frá Þorsteini eru komnar stórar ættir.

Byrjum á þjóðvegi 901 um Möðrudal á Fjöllum um fjóra kílómetra suður af veginum, skammt vestan við Möðrudalsfjallgarð í 480 metra hæð. Þaðan er jeppaslóð, sem við förum suður um Kjólstaðahóla og Grjót, alltaf vestan fjallgarðsins, Slórfells og Bæjaraxlar. Förum austan við Eggertshnjúk suður í Arnardal austan undir Dyngjuhálsi og vestan undir Öskjufjallgarði. Nokkru sunnar er þverleið vestur að Kreppu. Við höldum áfram suður á hálendið vestan við Álftadal og komumst þar í 700 metra hæð. Förum síðan milli Fagradals að vestanverðu og Hatts að austanverðu og nálgumst senn Hálslón að vestanverðu. Þar liggur leið austur að stíflunni. Við höldum áfram suður og beygjum síðan til vesturs og förum bratt niður að Einarsskála.

71,2 km
Austfirðir

Skálar:
Dyngja: N65 09.236 W15 57.400.
Laugarvellir: N65 00.326 W15 58.900.
Einarsskáli: N64 52.473 W16 11.640.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Brattifjallgarður, Gestreiður, Miðgötumúli, Upptyppingar, Hvannstólsfjöll, Meljaðrafjall, Brúarjökull, Vatnajökulsvegur, Byttuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort