Hallfreðargata

Frá Hróarstungu á Héraði í Hrafnkelsdal.

Leið þessi er svo óljós í Hrafnkötlu, að hún er ekki sýnd hér á korti. Hefur líklega legið um Fjórðungsháls og Krossvatnshæðir. Hún hefur ekki verið notuð síðari aldir, svo vitað sé. Gera má því skóna, að hún sé hin sama og nú er kölluð Aðalbólsleið, sjá þar. “Fljótsdalshérað er yfirferðarillt, grýtt mjög og blautt, en þó riðu þeir feðgar jafnan hvorir til annars, því að gott var í frændsemi þeirra. Hallfreði þótti sú leið torsótt og leitaði sér leiðar fyrir ofan fell þau, er standa í Fljótsdalshéraði. Fekk hann þar þurrari leið og lengri, og heitir þar Hallfreðargata. Þessa leið fara þeir einir, er kunnugastir eru um Fljótsdalshérað.” Svo segir í Hrafnkels sögu Freysgoða um ferðir hans og föður hans, Hallfreðar.

? km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Aðalbólsleið, Vegkvíslar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Hrafnkels saga