2. Kappadokia – Konya

Borgarrölt

Konya

Mevleni Tekkesi - Konya

Mevlânâ-safnið í Konya

Frá Ankara förum við landleiðina til Konya, borgar hinna dansandi Sufi-munka. Sufi eru munkar í dultrúarsöfnuði múslima, sem stunda hugleiðslu með því að snúast hratt í hringi eins og skopparkringlur. Þetta var lengi bannað í Tyrklandi, en hefur verið leyft að nýju.

Konya er miðstöð Sufi. Þar bjó stofnandinn, Mevlânâ Rumi, sem taldi tónlist og dans frelsa fólk frá daglegu amstri og þjáningu og leiða til himneskrar sælu. Ást og friður voru einkunnarorð hans. Munkarnir dansa í síðum, hvítum og víðum pilsum og bera háa heiluhatta á höfði.

Mevlânâ-safnið er miðstöð þessarar sértrúar. Þar er hátíðarsalur, þar sem haldnar eru danssýningar fyrir ferðamenn

Karatay medrese - Konya

Karatay medrese í Konya

Karatay Madrese

Á sama stað er Ince Minaret Medrese, moska frá 13. öld, sem hefur verið breytt í trélista- og steinlistasafn. Moskan er fræg fyrir íburðarmiklar veggskreytingar.

Utan við Konya er Karatay Madrese, moska frá 1251, sem hefur verið breytt í safn Seljuk postulínsflísa. Þar eru líka íburðarmiklar veggskreytingar.

Næstu skref