2. Istanbul – SultanAhmet Meydanı

Borgarrölt
IMG_0044

SultanAhmet Meydanı torgið séð frá Ægisif að Bláu mosku

SultanAhmet Meydanı

Miðjan í Istanbul er torgið SultanAhmet Meydanı, kennt við Ahmet I soldán, á nesinu milli Marmarahafs, Sæviðarsunds og Gullna hornsins. Þar var gamla borgin og þar gnæfir enn eitt af undrum veraldar, Ægisif, Hagia Sofia á grísku og Aya Sofia á tyrknesku, musteri heilagrar vizku, en ekki neinnar Soffíu, 1.500 ára gamalt listaverk og verkfræðiafrek.

Frá þessu víðáttumikla og gróðursæla torgi er stutt að rölta til flestra merkra minja í borginni. Þar er Bláa moskan, Topkapi-höllin, þjóðminjasafnið, súlna-vatnsbólið, Roxelana böðin og Hippodrome paðreimurinn. Í næsta nágrenni er Kapalı Çarşı markaðurinn og Süleymaniye moskan. Aðeins lengra er til borgarmúra Þeódósíusar keisara.

Næstu skref