C. Eyjahafsströndin – Izmir

Borgarrölt, Istanbul
Cumhuryet Maydani - Izmir

Cumhuryet Maydani torg í Izmir

Izmir

Við förum aftur til Ankara og tökum þaðan flug til Izmir á strönd Eyjahafs. Þaðan er stutt að fara á bíl til heimsfrægra rústa í Pergamum og Ephesus.

Eyjahafsströndin er þekktust fyrir hótel á sólarströndum. Kuşadası, Marmaris og Bodrum eru þekktir ferðamannabæir, sem margir Íslendingar þekkja. Frá þeim er stutt að fara til rústa fornra borga frá grískum stórveldistíma.

Izmir, sem hét Smyrna á grískum tíma, er samgöngumiðstöð svæðisins. Leiðin suður til Ephesus tekur rúman klukkutíma og leiðin norður til Pergamum tekur tæpa tvo klukkutíma.

Næstu skref
Höfn - Kusadasi

Kusadasi