2. Eyjahafsströndin – Pergamum

Borgarrölt
Bókasafn - Pergamon

Trajanusar-musterið í Pergamum

Pergamum

Leikhús - Pergamon

Leikhúsið í Pergamum

Rústirnar af forngríska bænum Pergamum eru á hæð norðvestan við tyrkneska bæinn Bergamo. Þar ríkti grísk konungsætt Attalída, sem voru miklir fylgismenn Rómaveldis. Bærinn varð voldugur á tíma Hadrianusar keisara og komst upp í 200.000 íbúa. Þar stofnaði Galenus læknir heilsuhælið Asclepeion, sem frægt var í fornöld. Þar var líka mikið lærdómssetur og heimsfrægt bókasafn, það næststærsta í heimi.

Uppi á hæðinni Akropolis var altarið mikla, sem nú er til sýnis í Pergamon-safninu í Berlín. Þar eru rústir 10.000 manna leikhúss, helgidóms Aþenu, musteri Trajanusar keisara, bókasafnsins fræga, konungshallar og virkisveggja.

Næstu skref