Stöð 2 birti í gærkvöldi lofgerð um Björgólf Thor Björgólfsson í Íslandi í dag. Það er veruleikafirrtasta blaðamennska, sem ég hef séð í marga mánuði. Ljóst er orðið, að geislabaugurinn er horfinn af honum. Gjaldþrot ýmissa fyrirtækja hans munu valda börnum okkar og barnabörnum miklu tjóni. Frægast af því er IceSave. Af stað eru farnar rannsóknir, sem sýna sérkennileg eignatengsl og flutninga á fé til skattaparadísa. Ekki er rétti tíminn núna til að birta lofgerð um Björgólf Thor sex mánuðum eftir bankahrunið. Álit hans er gersamlega hrunið og rís örugglega ekki aftur næstu misseri.
