Samkvæmt Kaarlo Jännäri bankasérfræðingi voru lög um fjármál nokkurn veginn í lagi hér á landi. Í úttekt hans á peningamálum landsins segir, að vandinn hafi fremur falizt í skorti á aðhaldsverkfærum hjá fjármálaeftirliti. Mesta ábyrgð á hruninu beri stjórnendur bankanna. Samkvæmt því á að vera hægt að sækja þá til saka fyrir lögleysu. Næstmesta ábyrgð beri slæm stefna hinnar vanhæfu ríkisstjórnar Geirs Haarde. Eins og flestir aðrir ráðgjafar mælir Jännäri með evru og aðild að Evrópusambandinu. Skýrsla hans var unnin að tillögu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, svo að taka verður henni með varúð.