Nýlega las ég blaðaviðtal við einn frægasta kennitöluflakkara landsins. Hann rak prentsmiðju, sem fór ítrekað á hausinn. Með tilheyrandi harmleikjum meðal viðskiptavina. Alltaf reis hann aftur upp með sömu prentsmiðjuna og hóf sama leikinn að nýju. Allt á kostnað viðskiptavinanna. Nú er hann að missa húsið sitt. Hann rís upp á afturfæturna. Í viðtalinu heimtar hann opinberar aðgerðir til að bjarga húsinu sínu. Ef hann er orðinn helzta átrúnaðargoð Borgarahreyfingarinnar í kosningabaráttunni, er bezt að færa sig yfir á hina gangstéttina.