Rykið á mælaborðinu

Punktar

Samson þeirra Björgólfsfeðga var sérkennilegt fyrirtæki, sem nú er komið á hausinn. Átti til dæmis Moggann. Bókhald þess reyndist vera lítið og lélegt, næsti bær við rykið á mælaborði bíls Bensa á Vallá. Samt hefur komið í ljós flutningur á 580 milljónum króna til grínfélagsins Global Invest á Tortola. Skiptastjórinn er í vandræðum, endurskoðandinn svarar engum spurningum. Eignir félagsins eru verðlausir hlutir í öðrum fyrirtækjum Björgólfsfeðga. Þær eru partur af sjónhverfingavél, sem átti að gera þeim kleift að ná í fé án þess að borga neitt. Gjaldþrot Samsons eins nemur 90 milljörðum króna.