Kíkið í vagninn, sem Jóhanna Sigurðardóttir dregur. Þar raða sér í beztu hægindastólana drengir á borð við Árna, Björgvin og Dag. Ætla að láta Jóhönnu draga sig áfram í pólitíkinni. Biðjast ekki afsökunar á Blair-isma sínum, frjálshyggunni. Samfylkingin hefur ekki beðizt afsökunar á Blair-isma sínum. Ingibjörg Sólrún skreytti létt, er hún kenndi Sjálfstæðisflokknum um allt svínaríið. Í rauninni var Samfylkingin ekki minni frjálshyggjuflokkur. Í stað þess að gera upp fortíðina hafa drengirnir komið sér þægilega fyrir í vagninum. Reikna með, að heilög Jóhanna dragi þá í land í kosningunum.