Author Archive

33. Írland – Craggaunoven

Borgarrölt

Craggaunoven

Craggaunoven Centre, Írland

Craggaunoven Centre

Aftur förum við á R469 og staðnæmumst loksins við Craggaunoven-safnið. 

Craggaunoven Centre er eins konar safn til írskrar fornsögu. Safnið er í fornum hústurni frá 16. öld. Þar hefur verið til sýnis nautshúðabáturinn Brendan, sem siglt var til Ameríku 1976-1977 til að staðfesta, að heilagur Brendan hafi getað fundið Ameríku á slíkum báti á 6. öld.

Fyrir neðan turninn hefur verið gerð eftirlíking af bronsaldarþorpi á hólma úti í vatni með brú í land. Byggingarstíll þorpsins minnir á hliðstæð Afríkuþorp.

Dromoland Castle hótel, Írland

Dromoland Castle hótel

Dromoland

Við förum R469 til baka til Ennis og þaðan N18 til
Newmarket-on-Fergus, þar sem við komum að víðáttumiklum görðum og golfvelli voldugs kastala.

Dromoland Castle er frá 1570 og var í eigu helztu ættar írskra konunga, Brjánunga, unz kastalanum var breytt í eitt mesta lúxushótel Írlands. Helzta einkenni hans er mikill sívaliturn á einu horninu. Að innanverðu er kastalinn einkar notalegur, með snarkandi eldi í arinstæðum, miklu af forngripum og listaverkum. Við fáum okkur drykk á bókasafnsbarnum og kaffi við einn arineldanna. Herbergin eru misjöfn að stærð, en öll einkar vel og fagurlega búin, enda kostar nóttin hér £252 (!) fyrir tvo með morgunverði.

Næstu skref

 

32. Írland – Ennis

Borgarrölt

Ennis

Ennis Friary, Írland

Ennis Friary

Frá klettunum förum við áfram L54 (R478) til Lahinch,
þaðan N67 til Ennistymon, þar sem eru skemmtilega gamlar framhliðar verzlana við aðalgötuna, og frá Ennistymon N85 til Ennis. Þar staðnæmumst við fyrir framan Ennis-munkaklaustrið.

Ennis Friary var á sínum tíma öflugt klaustur Fransiskusar-munka. Á 14. öld voru þar 350 munkar og 600 skólanemendur á sama tíma. Staðurinn komst nýlega aftur í eigu munkareglunnar.

Klausturkirkjan er frá 13. öld, nema suðurþverskip og miðturn frá 15. öld. Hún er þaklaus, en stendur að öðru leyti að mestu uppi. Þekktasta einkenni hennar eru háir og mjóir gluggar í kórbaki.

Clare

Við förum R469 frá Ennis til Clare, Quin, Knappogue og Craggaunoven og komum fljótt að fyrsta áfangastaðnum, þar sem við beygjum til hægri framan við járnbrautarstöðina.

Clare Abbey eru víðáttumiklar rústir Ágústínusarklausturs frá 1189. Enn stendur uppi kirkjuskipið að mestu, miðturn hennar og hluti klaustursins.

Quin Friary, Írland

Quin Friary

Quin

Áfram förum við R469, unz við komum að rústum á vinstri hönd.

Knappogue Castle, hotel, Írland

Knappogue Castle hotel

Quin Fransican Friary eru umfangsmiklar rústir mikilfenglegs klausturs Fransiskusarmunka frá 1430. Enn standa klausturhús að mestu, miðturn og suðurþverskip kirkjunnar. Klaustrið var byggt á rústum nor
mansks kastala, sem aftur á móti var reistur á rústum eldra klausturs.

Knappogue

Enn liggur leiðin R469 og við beygjum til hægri að Knappogue kastala.

Knappogue Castle var reistur 1467 til varnar gegn normönsku innrásarliði og hefur að mestu verið í ábúð síðan. Hann er raunar fagurlega hönnuð höll, sem byggð er kringum kastala. Nú eru haldnar miðaldaveizlur í glæsilegum matsal kastalans tvisvar á dag, kl. 17:45 og 21 og kostuðu £60 fyrir tvo. Matur og borðbúnaður er að fornum hætti. Gestum er skemmt með söng og ljóðum, leikþáttum og dansi, sem gefa góða innsýn í sögu Írlands og sönghefð.

Næstu skref

 

 

31. Írland – Kilfenora

Borgarrölt

Kilfenora

Kilfenora High Cross, Írland

Kilfenora High Cross

Áfram förum við R476 til Kilfenora.
Í miðju þorpinu eru klausturrústir, sem að hluta til eru frá elztu kristni, 6. öld. Í litlum kirkjugarði eru þrír hákrossar frá 12. öld. Sjálf kirkjan er að mestu frá 1190, en lagfærð á 15. öld og stendur nú uppi að mestu, enn notuð við guðsþjónustur. Fyrr á öldum var þetta biskupssetur, en má nú muna fífil sinn fegurri.

Moher

Við höldum áfram R476 til Lisdoonvarna, þar sem við beygjum til vinstri á L54 (R478) og förum þann veg alla leið til Moher-kletta.

Moher, Írland

Moher

Cliffs of Moher er 8 kílómetra langt belti myrkra sandsteinskletta, sem gnæfa 182 metra úr sjó, næsta lóðréttir. Auðveldur göngustígur er upp að turni O’Brien’s, þaðan sem útsýni er gott til klettanna. Turninn er frá 1853. Við bílastæðið er ferðamannamiðstöð, þar sem upplýsingar fást um gönguferðir á svæðinu. Aðgangur að turni £0,65. Einnig bílastæðagjald.

Næstu skref

 

 

2. Inngangur – Frjálslyndi-íhald

Borgarrölt
Samkoma á Dam

Samkoma á Dam

Í Amsterdam er fullt af söfnum með minjum frá gullöldinni, þegar hér var meðal annars prentuð Specimen lslandiae historicum eftir Arngrím Jónsson lærða. En ferðamenn þurfa ekki að sækja söfnin til að kynnast sautjándu öldinni. Þeir hafa andrúmsloftið allt í kringum sig‚ bæði úti og inni.

Að baki hins íhaldssama yfirbragðs borgar kaupsýslumanna ríkir svo um leið óvenjulegt og að sumra viti óhóflegt frjálslyndi, sem spannar frá gleðikonum í búðargluggum yfir í frjálsa dreifingu vímuefna til sjúklinga á læknabiðstofum og til ungmenna á opinberum félagsmiðstöðvum.

Næstu skref

30. Írland – Burren

Borgarrölt

Burren

Burren steinaldargröf, Írland

Burren steinaldargröf

R480 liggur áfram upp á Burren, nakið, vatnslaust og gróðurlítið, 260 ferkílómetra kalksteinshálendi, sem er verið að gera að þjóðgarði.

Við veginn, einkum vinstra megin, er töluvert af steinaldargröfum, eins konar Grettistökum, frá 4000-2000 fyrir Krist. Voldugar steinhellur hafa verið reistar upp á rönd og enn þyngri hellur lagðar yfir sem þak.

Leamaneh

Við förum áfram R480 og beygjum til hægri inn á R476.

Á vegamótunum gnæfir mikilúðleg rúst Leamaneh Castle, fjögurra hæða hallar með stórum gluggum frá 17. öld, áföst eldri hústurni með litlum gluggum frá 15. öld. 88 þrep eru upp.

Leamaneh Castle, Írland

Leamaneh Castle

Næstu skref

 

29. Írland – Dunguaire

Borgarrölt
Dunguaire Castle, Írland

Dunguaire Castle

Dunguaire

Úr bænum förum við fyrst N6, síðan N18 og loks N67, þar sem við komum fljótt að Dunguaire kastala við sjóinn á hægri hönd.

Dunguaire Castle er fjögurra hæða hústurn með ytri virkisvegg, reistur 1520, en lagfærður á 20. öld. Á 1. og 2. hæð turnsins eru nú haldnar tvisvar á dag bráðskemmti-legar miðalda-matarveizlur með leikþáttum, gamanmálum, ljóðlist, klámi, söng og dansi, allt flutt af miklum krafti. Veizlurnar hefjast kl. 17:45 og 21 og kostuðu £60 fyrir tvo.

Aillwee

Við höldum áfram N67 og beygjum til vinstri á R480, þar sem við komum að Aillwee-helli.

Aillwee Cave er langur og mjór hellir, sem fannst 1940. Hann nær 1034 metra inn í hriplekt kalksteinsfjallið. Hann skartar mörgum, litlum dropasteinum í lofti og gólfi og býr yfir örlitlum fossi. Skemmtileg flóðlýsing magnar hellisskartið. Í nágrenni hans er mikið kerfi hella og neðanjarðarlækja, sem fannst 1987 (G3).

Næstu skref

 

28. Írland – Galway

Borgarrölt
St. Nicholas, Galway, Írland

St. Nicholas, Galway

Við förum afleggjarann til baka og beygjum til vinstri inn á N59, sem við förum alla leið til Galway. Við förum yfir brúna og af hringtorginu inn í miðbæinn og finnum bílastæði.

Galway er stærsta borg vesturstrandarinnar og miðstöð gelískrar tungu. Gamli miðaldakjarninn með þröngum götum og lágum húsum er helzta aðdráttarafl ferðamanna.

Lynch's Castle, Galway, Írland

Lynch’s Castle, Galway

Shop Street er aðalstræti gamla bæjarins og mætti vera lokað fyrir bílaumferð. Fyrir því miðju er Lynch’s Castle frá 16. öld með ýmsum skreytingum á útveggjum og lifir góðu lífi sem bankastofnun í nútímanum.

Aðeins sunnar við götuna er St Nicholas’ kirkja, reist 1320 og stækkuð
á 15. og 16. öld, einföld og traustleg í sniðum.

 

Næstu skref

 

27. Írland – Aughnanure

Borgarrölt

Ross

Áður en við snúum til baka frá Cong, getum við tekin krók og farið áfram 345 til Cross og síðan til hægri R334 stutta leið til klaustursins í Ross.

Ross Abbey er bezt varðveitta munkaklaustur Fransiskusa á Írlandi, upphaflega reist 1351, en stækkað og endurbyggt á 15. öld. Munklífi var hér til 1753. Úr kirkjuturninum frá 1498 er gott útsýni yfir klausturbyggingarnar og sveitirnar í kring. Í kirkjunni eru veggfreskur og 15. aldar gluggar. Í klaustrinu má meðal annars sjá skrúðhús, handþvottahús, mötuneyti og handritaverkstæði.

Oughterard

Frá Ross förum við til baka, fyrst R334 og R345 til Cong, síðan áfram R345 til Maam og R336 til Maam Cross. Þar beygjum við til vinstri á N56 til bæjarins Oughterard.

Þegar við komum inn í Outherard, er hvíta hótelið Sweeny’s Oughterard House á vinstri hönd, klætt vafningsviði, 200 ára gamalt, með svefnálmu í yngra bakhúsi. Forngripum er smekklega komið fyrir í almenningssölum hótelsins og sumum herbergjum.

Currarevagh

Aughnanure Castle, írland

Aughnanure Castle

Við förum áfram gegnum þetta rólega sveitaþorp. Úr þorpsmiðju er hliðargata til vinstri til Currarevagh House. Við tökum þann krók um skóga á bakka Corrib-vatns.

Currarevagh House er gamalt sveitasetur á friðsælum stað í eigin skóglendi. Húsið líkist ekki hóteli, heldur heimili. Það er einkum stundað af
veiði
mönnum og ber þess merki í húsbúnaði.

Aughnanure

Við förum afleggjarann til baka til Oughterard, beygjum í þorpinu til vinstri N59. Síðan beygjum við til vinstri afleggjara, sem merktur er Aughnanure kastala.

Aughnanure Castle er vel varðveitt turnhús með virkisveggjum og rústum veizlusalar. Turninn er sex hæða með 73 þrepa hringstiga. Á næstefstu hæð eru svefnherbergi og setuskáli með arni á efstu hæð. Ofan af turninum er gott útsýni til Corrib-vatns.

Corrib-vatn, Írland

Corrib-vatn

 

Næstu skref

26. Írland – Ashford

Borgarrölt

Cashel

Aftur erum við komin upp á N59 og förum hann gegnum Clifden á nýjan leik. Næst beygjum við af honum til hægri, annað hvort á R341 eða R340 og fylgjum vegprestum til Cashel Bay.

Við þjóðveginn í Cashel Bay eru tvö frábær hótel, Zetland House og Cashel House. Hið síðarnefnda er í sérflokki að gæðum, þótt það sé frægast fyrir að hafa verið hvíldarstaður de Gaulle Frakklandsforseta.

Cashel House er einstaklega fagurt hús í fögrum garði, sem er nánast bótanískur. Að húsabaki eru hesthús. Húsakynni eru fremur fornleg og tilviljanakennd, en ákaflega viðkunnanleg. Til dæmis er hvert skotið inn af öðru á leiðinni á barinn. Alls staðar eru setustofur, bókasöfn og kimar með þröngum göngum á milli.

Ashford Castle hotel, Írland

Ashford Castle hotel

Ashford

Frá Cashel förum við áfram R341 og síðan til vinstri R340 og svo til hægri N59 alla leið til Maam Cross. þar beygjum við til vinstri R336 til Maam og þaðan til hægri R345 til Cong. Þar er Ashford Castle handan steinbrúar í risastórum garði.

Ashford Castle er kapítuli út af fyrir sig. Það er steingrátt draumahótel í furðulegri blöndu af fornum 13. aldar kastala, gömlum herragarði í frönskum hallarstíl og nýjum byggingum í gömlum kastalastíl. Allt er þetta í óraunverulegum graut. Eigin golfvöllur er á landareign hótelsins.

Næstu skref

 

25. Írland – Currath

Borgarrölt

Currath

Currath Castle, Írland

Currath Castle

Áfram liggur leið okkar á N59. Fljótlega komum við að Letterfrack, þar sem við eigum ýmissa kosta völ. Fljótlegast er að halda beint áfram. Við getum líka beygt til hægri á hliðarveg niður að Tullycross og Renvyle.

Við ströndina í Renvyle er Currath Castle, einn margra hústurna Írlands. Þessi hefur þá sérstöðu, að brimið hefur brotið eitt hornið, svo að hægt er sjá innri gerð turnsins, svo sem steintröppur milli hæða.

Við höldum sömu leið til baka upp á N59. Fljótlega komum við til hægri að Rosleague Manor.

Fyrir norðan Clifden, Írland

Fyrir norðan Clifden

Clifden

Við förum áfram N59 til Clifden, þar sem við leitum uppi Abbeyglen Castle, sem er utan í hæðinni handan bæjarins.
Abbeyglen Castle er hótel, sem byggt hefur verið í kastalastíl með oddmjóum gluggum, hornturnum og skotraufum á þakbrún. Umhverfis hótelið eru miklir garðar og skógar fjær.

Við höldum áfram þennan hliðarveg upp brekkuna. Við erum á svonefndum Sky Road, sem liggur í hring um skagann fyrir utan Clifden.

Gott útsýni er af þessum vegi, einkum til annesja, eyja og hafs. Þetta er fagra landslagið, sem Connemara er þekkt fyrir.

Næstu skref

 

 

24. Írland – Connemara

Borgarrölt
Connemara landslag, Írland

Connemara landslag

Við höldum áfram N59 skamma leið og beygjum til vinstri afleggjara að þjóðgarðinum í Connemara.

Connemara National Park nær yfir 200 hektara af heiðum, mýrum, móum og skógi. Hér eiga heima rauða dádýrið írska og Connemara-smáhesturinn. Yfir ferðamiðstöðinni gnæfir tindurinn Diamond Hill, 445 metra hár. Þaðan er gott útsýni yfir Connemara-hérað.

Connemara er eyðilegt og fjölbreytt land, þar sem skiptast á vötn og ásar, lækir og mýrar, höfðar og fjörusandar. Strjálbýlt er í þessu ófrjósama landi og  fólk talar enn gelísku að fornum sið. Héraðið er stundum kallað Gaeltacht, land keltanna.

Diamond Hill, Connemara Park, Írland

Diamond Hill, Connemara Park

Næstu skref

23. Írland – Kylemore

Borgarrölt
Kylemore Abbey, Írland

Kylemore Abbey

Við förum áfram R395, unz hann mætir N59, þar sem við beygjum til hægri og förum N59 um Leenane til draumahallarinnar Kylemore.

Við sjáum Kylemore Abbey rísa skyndilega með ótal turnum og skotraufum úr skógi handan stöðuvatns eins og í draumi eða Disney-mynd. Þetta er raunar ekki gömul bygging, nýgotneskur kastali frá 19. öld og hýsir skóla af nunnureglu Benedikts. Hlutar kastalans eru opnir almenningi.

Næstu skref

22. Írland – Croach Patrick

Borgarrölt

Westport

Við förum sömu leið til baka R319 og N59 til Newport og síðan áfram suður til Westport.

Westport Pier, Croagh Patrick í baksýn, Írland

Westport Pier, Croagh Patrick í baksýn

Westport er þægilegur ferðamannabær, skipulagður og reistur 1780. Þar er þekktur herragarður, Westport House. Skemmtilegast er að koma á gamla hafnarbakkann, Quay, þar sem innréttuð hafa verið hótel og fiskveitingahús í gömlum húsum. Frá Quay er í góðu skyggni ágætt útsýni til fjallsins helga, Croach Patrick, sem við skoðum næst.

Croach Patrick

Við förum R395 meðfram ströndinni frá Westport.

Til vinstri við okkur er 763 metra hár tindur fjallsins Croach Patrick, sem hefur verið heilagt fjall allt frá heiðnum tíma. Helgisögnin segir, að þar hafi heilagur Patrekur drepið alla snáka Írlands með því að hringja bjöllu sinni. Síðan hafa ekki verið snákar á Írlandi.

Síðasta sunnudag í júlí er fjallið klifið af tugþúsundum pílagríma, sumra berfættra, sem syngja síðan messu í bænhúsinu á fjallstindinum. Að vestanverðu eru ljót sár í hlíðum fjallsins af völdum þessa árlega áhlaups.

Næstu skref

 

 

H. Danmörk

Borgarrölt, Kaupmannahöfn

Danmerkurhringur

Ef við höfum nægan tíma, til dæmis viku, getum við kannað aðdráttarafl sveitanna að baki borginni, ræturnar, sem stórborgarstilkur Kaupmannahafnar rís upp af. Við getum heimsótt gamla kastala og kirkjur og þorp og sveitir, sem hafa ræktað danska “huggu” um aldir. Ef börn eru með í ferð, er auðvelt að láta leiðina liggja um opna dýragarða og Legoland.

Hér er stungið upp á 900 km akstri og fjórum ferjuleiðum um Danmörku. Það felur í sér rólegar, 130 km dagleiðir með nægum tíma til skoðunar og hvíldar. Með meiri flýti má fara þessa hringleið á færri dögum, sérstaklega ef við veljum og höfnum úr því, sem hér verður boðið á næstu síðum.

Køge marked, Sjælland

Køge marked

Køge

Fyrst pöntum við hótel ferðarinnar og leggjum síðan um níuleytið af stað í bílaleigubíl frá gististað okkar í Kaupmannahöfn. Leiðin liggur suður eftir A2/E4  38 km til bæjarins Køge, þar sem við fylgjum vegvísum til bæjarmiðju, unz við komum að aðaltorginu, Torvet. Þar getum við staðnæmzt og ef til vill keypt vistir á torgmarkaðinum.

Á torginu og tveimur strætum, sem liggja að því, Kirkestræde og Vestergade, eru nokkur bindingshús frá 16. öld. Í Kirkestræde má líka líta Sankt Nicolaj kirkju frá 17. öld. Úr turni hennar fylgdist Christian V með sjóorrustu Dana og Svía á Køge-flóa 1677.

Þetta er stutt kynning á því, sem koma skal í þessari ferð, svo að við skellum okkur af stað til Vordingborg á venjulega veginum, ekki hraðbrautinni A2/E4. Eftir um 20 km komum við að síðara skiltinu af tveimur, sem vísa veginn til Haslev til hægri. Við beygjum þar, ef við viljum sjá sveitasetrin Bregentved og Gisselfeld. Að öðrum kosti höldum við áfram og höfum auga með vegvísi til Næstved, 5 km sunnar.

Frá áðurnefndum vegamótum eru 2 km að svifstíls-setrinu Bregentved. Hinn stóri garður þess, með tjörnum og blómabeðum, trjágöngum og víðáttumiklum túnum, er opinn almenningi miðvikudaga, sunnudaga og helgidaga, án aðgangseyris.

Eftir 2 km í viðbót beygjum við til vinstri að endurreisnarhöllinni Gisselfeld, sem var byggð 1547 sem kastali, umkringdur síki. Líka þar er fallegur garður, sem er opinn almenningi.

Á sömu leið komum við brátt að vegvísinum til Næstved. Þegar við höfum farið hjá Holme-Olstrup, beygjum við til hægri að Holmegård gleriðjunni, þar sem dýrasta gler er handblásið eftir hefðbundnum leiðum. Holmegård er ein frægasta gleriðja Danmerkur og sennilega hin bezta, stofnuð 1825.

Næstved

Við setjum bílinn í gang og höldum sem leið liggur allt til Næstved. Þegar við komum að bænum, förum við nokkur hundruð metra krók til gamla klaustursins Herlufsholm, sem er frá 1560. Þar er merkust 12. aldar kirkjan, sem enn ber 13. aldar svip, opin 11-17 á sumrin, 12-14 á veturna.

Nú er kominn tími til hádegisverðar. Við förum beint inn í bæjarmiðju í Næstved og leggjum bílnum undir hæðinni, þar sem rís Sankt Pederskirke, stærsta kirkja Danmerkur í gotneskum stíl, frá 13. og 14. öld. Við göngum upp á kirkjutorgið og förum beint í hádegismat á hótel Vinhuset, Sankt Peders Kirkeplads. Við höfum lagt 59 km að baki frá Køge.

Eftir mat og langvinnt kaffi röltum við út á hitt kirkjutorgið, Akseltorv, förum um Torvestræde til Sankt Mortenskirke frá 12. öld. Þaðan förum við eftir Riddergade, sem ber endurreisnarsvip, vörðuð bindingshúsum frá 1500. Til baka förum við Købmagergade og Sankt Peders Kirkeplads, framhjá gömlu prestssetri frá 1450 og bæjarsafninu, að bílnum.

Næstu skref

A. Dublin

Borgarrölt, Dublin
Palace, bar, Dublin 2

Palace bar Dublin

Fyrirmyndar ferðaþjónusta

Írar eru draumaþjóð ferðamennskunnar. Þeir eru alúðlegir og kurteisir að eðlisfari, hjálpsamir og sanngjarnir í viðskiptum. Þetta leynir sér ekki í ferðaþjónustunni. Hvergi í heiminum er auðveldara og afslappaðra að vera ferðamaður en einmitt á Írlandi.

Christ Church, Dublin

Christ Church, Dublin

Dublin er gluggi Írlands gagnvart umheiminum. Borgin er ekki stór, telur hálfa milljón manns. Sjálfur miðbærinn er þægilega lítill, innan við einn kílómetra radíus frá torginu College Green. Mörg beztu hótelin eru á þessu svæði; flest veitingahúsin, sem máli skipta; nærri allar sögufrægu krár borgarinnar; og allur þorri skoðunarverðra staða. Þægilegar gönguleiðir eru þess vegna milli allra staða og stofnana, sem lýst er hér.

Raunar er unnt að þræða alla helztu skoðunarstaði miðbæjarins upp á eina langa festi, sem nær frá víkingakirkjunni St Michan’s í norðaustri til söngkránna í Baggot Street í norðvestri. Unnt er að feta alla leiðina á einum degi, en auðvitað er hægt að gefa sér betri tíma, til dæmis til að sinna söfnum eða krám. Dublin er staður, þar sem gott er að taka lífinu með ró og reyna að leyfa andrúmsloftinu að sías
t inn.

Krárnar eru einkenni miðbæjarins. Þar hittast bláókunnugir og gerazt beztu vinir. Þar eru menn ekki lengi einmana, því að heimamenn eru alltaf tilbúnir að spjalla við ókunnuga. Ferðamenn smitast af þessu þægilega og opna hugarfari og verða smám saman eins og heimamenn. Sérstakur kafli er í bókinni um krárnar í Dublin.

Miðbærinn er einkum á syðri bakka árinnar Liffey, umhverfis borgarkastalann, göngugötuna Grafton Street og garðinn St. Stephen’s Green. Þetta er í senn elzti hluti borgarinnar og fegursti hluti hennar. Húsin eru lágreist og andrúmsloftið rólegt, þegar frá er talin ógandi umferð of margra bíla um of þröngar götur.

Hefjum gönguna