22. Írland – Croach Patrick

Borgarrölt

Westport

Við förum sömu leið til baka R319 og N59 til Newport og síðan áfram suður til Westport.

Westport Pier, Croagh Patrick í baksýn, Írland

Westport Pier, Croagh Patrick í baksýn

Westport er þægilegur ferðamannabær, skipulagður og reistur 1780. Þar er þekktur herragarður, Westport House. Skemmtilegast er að koma á gamla hafnarbakkann, Quay, þar sem innréttuð hafa verið hótel og fiskveitingahús í gömlum húsum. Frá Quay er í góðu skyggni ágætt útsýni til fjallsins helga, Croach Patrick, sem við skoðum næst.

Croach Patrick

Við förum R395 meðfram ströndinni frá Westport.

Til vinstri við okkur er 763 metra hár tindur fjallsins Croach Patrick, sem hefur verið heilagt fjall allt frá heiðnum tíma. Helgisögnin segir, að þar hafi heilagur Patrekur drepið alla snáka Írlands með því að hringja bjöllu sinni. Síðan hafa ekki verið snákar á Írlandi.

Síðasta sunnudag í júlí er fjallið klifið af tugþúsundum pílagríma, sumra berfættra, sem syngja síðan messu í bænhúsinu á fjallstindinum. Að vestanverðu eru ljót sár í hlíðum fjallsins af völdum þessa árlega áhlaups.

Næstu skref