3. Inngangur – Gisting

Borgarrölt

Mörg notaleg hótel hafa verið innréttuð í mjóu, 300-350 ára gömlu húsunum við síkin. Enn fleiri veitingahús eru í þessum gömlu húsum, mörg hver prýdd forngripum sautjándu aldarinnar. Ekki má heldur gleyma knæpunum, sem margar eru óbreyttar enn þann dag í dag.

Helst viljum við búa í gömlu húsi með útsýni út á eitthvert síkið, varðað trjám, til þess að hafa Amsterdam fyrir augunum, einnig þegar við hvílum okkur. Um leið viljum við, að þreyttir ferðamenn hafi um nætur sæmilegan svefnfrið í herbergjum sínum, þótt þau snúi út að síkisgötu.

Pulitzer hotel, Amsterdam 2

Pulitzer hótel er innréttað í mörgum síkishúsum.

Síðast en ekki sízt finnst okkur nauðsynlegt, að hótelið sé í miðborginni, svo að unnt sé að ganga í rólegheitum í 17. aldar andrúmslofti til allra áhugaverðustu staðanna. Leigubílar eru ekki á hverju strái og bílstjórar aka sumir eins og brjálaðir menn milli umferðarhnúta.

Næstu skref