32. Írland – Ennis

Borgarrölt

Ennis

Ennis Friary, Írland

Ennis Friary

Frá klettunum förum við áfram L54 (R478) til Lahinch,
þaðan N67 til Ennistymon, þar sem eru skemmtilega gamlar framhliðar verzlana við aðalgötuna, og frá Ennistymon N85 til Ennis. Þar staðnæmumst við fyrir framan Ennis-munkaklaustrið.

Ennis Friary var á sínum tíma öflugt klaustur Fransiskusar-munka. Á 14. öld voru þar 350 munkar og 600 skólanemendur á sama tíma. Staðurinn komst nýlega aftur í eigu munkareglunnar.

Klausturkirkjan er frá 13. öld, nema suðurþverskip og miðturn frá 15. öld. Hún er þaklaus, en stendur að öðru leyti að mestu uppi. Þekktasta einkenni hennar eru háir og mjóir gluggar í kórbaki.

Clare

Við förum R469 frá Ennis til Clare, Quin, Knappogue og Craggaunoven og komum fljótt að fyrsta áfangastaðnum, þar sem við beygjum til hægri framan við járnbrautarstöðina.

Clare Abbey eru víðáttumiklar rústir Ágústínusarklausturs frá 1189. Enn stendur uppi kirkjuskipið að mestu, miðturn hennar og hluti klaustursins.

Quin Friary, Írland

Quin Friary

Quin

Áfram förum við R469, unz við komum að rústum á vinstri hönd.

Knappogue Castle, hotel, Írland

Knappogue Castle hotel

Quin Fransican Friary eru umfangsmiklar rústir mikilfenglegs klausturs Fransiskusarmunka frá 1430. Enn standa klausturhús að mestu, miðturn og suðurþverskip kirkjunnar. Klaustrið var byggt á rústum nor
mansks kastala, sem aftur á móti var reistur á rústum eldra klausturs.

Knappogue

Enn liggur leiðin R469 og við beygjum til hægri að Knappogue kastala.

Knappogue Castle var reistur 1467 til varnar gegn normönsku innrásarliði og hefur að mestu verið í ábúð síðan. Hann er raunar fagurlega hönnuð höll, sem byggð er kringum kastala. Nú eru haldnar miðaldaveizlur í glæsilegum matsal kastalans tvisvar á dag, kl. 17:45 og 21 og kostuðu £60 fyrir tvo. Matur og borðbúnaður er að fornum hætti. Gestum er skemmt með söng og ljóðum, leikþáttum og dansi, sem gefa góða innsýn í sögu Írlands og sönghefð.

Næstu skref