Þjóðleiðir

Grjótártunga

Frá Svínárnesi um Grjótártungu og Jökulkvísl að Hvítárbrú norðan Bláfells.

Áður fyrr var þetta afleggjari Kjalvegar niður í Hreppa og aðrar sveitir austan Hvítár. Þá var farið yfir Jökulkvísl á vaði við Hvítárbrú norðan Bláfells. Þegar Gissur Þorvaldsson bjó í Hruna, hefur þetta verið leið hans norður á Kjöl. Þá var byggð mun lengra upp með Hvítá austanverðri en nú er. Skammur vegur frá efstu bæjum við Stangará að Kjalvegi við Hólmavað. Fossinn Ábóti hét upprunalega Árbótarfoss.

Förum frá fjallaskálanum í Svínárnesi í 390 metra hæð smáspöl suður með Sandá og síðan yfir hana á vaði og þverbeygjum norður með ánni. Síðan um Lausamannsölduver yfir í Hrafntóftaver austan við Grjótá. Förum þar yfir ána og norðvestur um Grjótártungu. Þar nálgumst við Hvítá við fossinn Ábóta og förum síðan um Ábótaver. Förum yfir Jökulkvísl á vaði og síðan vestur yfir Miðnes að brúnni yfir Hvítá í 430 metra hæð. Handan brúarinnar er hestagerði og hesthús.

10,9 km
Árnessýsla

Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Svínárnes: N64 28.223 W19 44.547.

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Hvítárvatn.
Nálægar leiðir: Kjalvegur, Harðivöllur, Svínárbotnar, Skyggnisalda, Sandá, Grjótá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Grjótá

Frá gatnamótum fjallvegar vestan Kerlingarfjalla og afleggjara að Fosslækjarskála um Fosslækjarver til Svínárness.

Síðan Jökulkvísl var brúuð við Kerlingarfjöll fara hestamenn þessa leið upp á Kjalveg í stað þess að fara kvíslina á vaði við Hvítárbrú norðan Bláfells. Sagan segir, að búið hafi verið að fornu í Fosslæk, en engar minjar hafa fundizt um slíkt.

Byrjum á fjallveginum vestan Kerlingarfjalla í 520 metra hæð, þar sem afleggjarinn liggur suðvestur að Fosslækjarskála í 470 metra hæð. Frá gatnamótunum liggur leið milli Ásgarðs í Kerlingarfjöllum og fjallaskálans í Leppistungum á Hrunamannaafrétti. Við förum þverleiðina suðvestur í Fosslæk. Síðan förum við niður með Fosslæk að vestanverðu og svo með Grjótá að austanverðu niður í Hrafntóftaver. Þaðan förum við suður um Lausamannsölduver, nálgumst Sandá, þar sem við komum að fjallaskálanum í Svínárnesi í 390 metra hæð.

18,6 km
Árnessýsla

Skálar:
Fosslækur: N64 34.524 W19 36.144.
Svínárnes: N64 28.223 W19 44.547.

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Miklumýrar.
Nálægar leiðir: Svínárnes, Harðivöllur, Kjalvegur, Sandá, Grjótártunga, Svínárbotnar, Skyggnisalda, Sigvaldakrókur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Grímubrekkur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Dalvík um Grímubrekkur að Kálfsá í Ólafsfirði.

Stutt og mikið farin leið áður fyrr, en brött á köflum og nánast ófær hestum.

Förum frá Dalvík beint vestur í mynni Böggvisstaðadals. Síðan beint áfram vestur norðurhlið dalverpis fyrir norðan Grímuhnjúk. Sækjum okkur strax í hæðina og förum hátt í Grímubrekkur í botni dalverpisins. Þar efst heitir Algleymingur í 920 metra hæð. Þaðan förum við fyrst niður skriðuna Bröndólfsbrekku og síðan norður í Kálfsárdal vestan megin Kálfsár og komum niður að Kálfsá við þjóðveg 82 í Ólafsfirði.

12,9 km
Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Heiðarmýrar, Ólafsfjarðarskarð, Drangar, Húngilsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Grímstunguheiði 2

Frá Grímstungu í Vatnsdal um Grímstunguheiði að Arnarvatni.

Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.

Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Áfram suður um Birnuhöfða, yfir Bríkarkvíslardrög og suður á Grettishæð í 760 metra hæð. Þar komum við að Skagfirðingavegi yfir Stórasand. Við beygjum til suðvesturs eftir þeirri slóð um sandinn. Förum fyrst norðan og vestan við Grettishæðarvatn. Til vestsuðvesturs um Beinakerlingu og Ólafsvörður fyrir norðan Bláfell. Síðan áfram yfir á Grettistanga við Arnarvatn og síðan suðvestur yfir Skammá, sem rennur milli Réttarvatns og Arnarvatns í 540 metra hæð. Frá Skammá er stutt í fjallaskálann Hnúabak norðvestan Arnarvatns.

24,8 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haukagilsheiði.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Öldumóða, Forsæludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grímstunguheiði 1

Frá Grímstungu í Vatnsdal að Öldumóðuskála.

Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.

Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan til suðurs vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Þar er slóði um þrjá kílómetra austur í fjallakofann í Öldumóðu.

24,8 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haukagilsheiði.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Öldumóða, Forsæludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grímsstaðaleið

Frá þjóðvegi 54 austan Urriðaár að Grímsstöðum á Mýrum.

Förum frá þjóðveginum eftir bílvegi alla leið norðnorðaustur í Grímsstaði.

11,6 km
Borgarfjörður-Mýrar

Bílvegur

Skálar:
Grímsstaðir: N64 41.836 W21 56.604

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Grímsdalsheiði

Frá Hóli í Önundarfirði um Grímsdalsheiði að Kvíanesi í Súgandafirði.

Byrjum hjá þjóðvegi 64 við eyðibýlið Hól milli Hvilftar og Kaldár, austan við Flateyri í Önundarfirði. Förum norðaustur og upp Hólsdal og Garðadal. Síðan norður og norðvestur yfir Grímsdalsheiði í 660 metra hæð. Norður í Grímsdal og norðvestur og niður með Kvíanesá norðanverðri að Súgandafirði rétt vestan Klúku, þar sem heitir Kvíanes.

6,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Súgandi, Gilsbrekkuheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Grímsárbugar

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal um Grímsárbuga að Norðlingavaði á Grímsá.

Þetta er kjörleið fyrir hestamenn. Riðið er á hörðum árbökkum og í ánni. Fyrrum ein helzta sportleið Borgfirðinga, stundum farin með hestakerrur á ís.

Förum frá Oddsstöðum vestur að brúnni yfir Grímsá. Síðan vestur eftir ánni og á bökkum hennar að Norðlingavaði nálægt Mannamótsflöt.

16,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Mávahlíðarheiði, Hálsaleið, Hestháls.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Grettishæð

Frá Öldumóðuskála að Grettishæðarvatni.

Förum suður frá Öldumóðuskála að Grettishæð og Grettishæðarvatni á Skagfirðingavegi.

17,3 km
Húnavatnssýslur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Grettir

Frá Fjallabaksleið nyrðri að Langasjó.

Ein stórfenglegasta eyðimerkurleið landsins að fegursta stöðuvatni landsins.

Byrjum á Fjallabaksleið nyrðri milli Skuggafjalla og Herðubreiðar í 620 metra hæð. Förum meðfram Skuggafjallakvísl og norðvestan við Ljónstind og Gjátind í Norðari-Ófæru og áfram vestan við Blautulón, sem eru undir fjallinu Gretti. Norðvestan við okkur er Grænifjallgarður. Við förum áfram milli hans og Hellnafjalls að suðaustan. Þar komum við að suðurendanum á Langasjó í 660 metra hæð.

23,1 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grillirahryggur

Frá Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði að Fitjaá í Skorradal.

Fáfarin vermannaleið úr uppsveitum Borgarfjarðar. Var þá haldið áfram suður um Hrísháls, Reynivallaháls og Svínaskarð. Einnig fjárrekstrarleið til slátrunar í Reykjavík fram á 20. öld. Ekki er vitað, hvað nafn leiðarinnar þýðir.

Förum frá Stóra-Botni upp fáfarinn slóða á Svartahrygg milli Víðiblöðkudals að vestan og Kálfadals að austan upp á Víðhamrafjall. Síðan norður eftir Grillirahrygg og upp Beinabrekku á Hrosshæð í 440 metra hæð. Síðan niður með Skúlagili vestanverðu alla leið niður að Fitjaá í Skorradal.

10,7 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Reynivallaháls, Múlafjall, Leggjabrjótur, Teigfell, Skorradalur, Kúpa.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Grárófuheiði

Frá Bolungarvík að Selárdal í Súgandafirði.

Nafnið stafar af þokuslæðingi, sem tíðum var á heiðinni.

Förum frá Bolungarvík suðvestur Tungudal, upp Fögruhlíð, á Grárófuheiði í 620 metra hæð. Síðan niður Kræfuhjalla, í Selárdal og niður hann að norðurströnd Súgandafjarðar.

10,8 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Súgandi, Gilsbrekkuheiði, Heiðarskarð, Geirsteinshvilft, Skálavíkurheiði, Hraunsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Gráni

Frá Ábæ í Austrdal í Skagafirði meðfram Austari-Jökulsá að fjallaskálunum Grána og Sesseljubúð.

Förum frá Ábæ suðaustur með Austari-Jökulsá að austanverðu. Förum framhjá leiðinni yfir Nýjabæjarfjall og fylgjum ánni að Hölknárdal. Förum upp þann dal og síðan beint suður að Grána og Sesseljubúð.

30,4 km
Skagafjörður

Skálar:
Gráni: N65 06.704 W18 25.860.
Sesseljubúð: N65 06.700 W18 25.840.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Ingimar Ingimarsson

Grágæsadalur

Frá Möðrudal að Einarsskála í Grágæsadal.

Grágæsadalur er þröngur og gróinn dalur í 640 metra hæð austan undir Fagradalsfjalli. Heiðagæsir eigna sér dalinn. Áður fyrr var Kreppa stundum riðin suðvestan vatnsins, enda er skammt vestur í Hvannalindir, fimm kílómetra loftlína milli skálanna, en ekki verður neinum ráðið að gera slíkt. Víða er fallega gróið á leiðinni um Álftadal og Fagradal. Vestan Arnardals er fjallaskáli í Dyngju. Þar er talið, að Þorsteinn jökull frá Brú hafi búið í þrjú ár, þegar Svartidauði geisaði. Þar hafa fundizt bein og mannvistarleifar. Frá Þorsteini eru komnar stórar ættir.

Byrjum á þjóðvegi 901 um Möðrudal á Fjöllum um fjóra kílómetra suður af veginum, skammt vestan við Möðrudalsfjallgarð í 480 metra hæð. Þaðan er jeppaslóð, sem við förum suður um Kjólstaðahóla og Grjót, alltaf vestan fjallgarðsins, Slórfells og Bæjaraxlar. Förum austan við Eggertshnjúk suður í Arnardal austan undir Dyngjuhálsi og vestan undir Öskjufjallgarði. Nokkru sunnar er þverleið vestur að Kreppu. Við höldum áfram suður á hálendið vestan við Álftadal og komumst þar í 700 metra hæð. Förum síðan milli Fagradals að vestanverðu og Hatts að austanverðu og nálgumst senn Hálslón að vestanverðu. Þar liggur leið austur að stíflunni. Við höldum áfram suður og beygjum síðan til vesturs og förum bratt niður að Einarsskála.

71,2 km
Austfirðir

Skálar:
Dyngja: N65 09.236 W15 57.400.
Laugarvellir: N65 00.326 W15 58.900.
Einarsskáli: N64 52.473 W16 11.640.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Brattifjallgarður, Gestreiður, Miðgötumúli, Upptyppingar, Hvannstólsfjöll, Meljaðrafjall, Brúarjökull, Vatnajökulsvegur, Byttuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Grasleysufjöll

Frá Keldum á Rangárvöllum að Dalakofanum að Fjallabaki.

Fyrri hluti leiðarinnar er hin hefðbundna Fjallabaksleið syðri. Keldur hafa frá upphafi verið eitt af helztu höfuðbólum landsins. Þar er elzta íbúðarhús landsins. Frá Laufafelli er komið inn á leiðina yfir til Fjallabaksleiðar nyrðri. Laufafell er mikil fjalladrottning á þessari leið.

Byrjum í 130 metra hæð við brú á Eystri-Rangá við vegamót á Fjallabaksleið syðri nálægt Keldum á Rangárvöllum. Frá brúnni förum við jeppaslóðina norðan Rangár, Fjallabaksleið syðri. Nokkru austar förum við suður úr slóðinni yfir í reiðslóð nær ánni. Förum þar um eyðibýlið Árbæ að bændagistingu á Fosi við Eystri-Rangá. Síðan áfram reiðslóðina norðan ár, komum aftur inn á jeppaslóðina við suðvesturhorn Hafrafells. Fylgjum þeirri slóð áfram með norðurjaðri undirfjalla Tindfjallajökuls. Síðan um skarð milli þeirra fjalla og Kerlingafjalla að norðan. Höldum áfram jeppaveginn norðaustur milli Grasleysufjalla að norðvestanverðu og Skyggnishlíða að suðaustanverðu. Þar heita fyrst Rangárbotnar og síðast Laufahraun, þegar við nálgumst Laufafell. Förum slóð norður með fellinu vestanverðu að fjallaskálanum Dalakofanum í 770 metra hæð.

43,8 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Foss : N63 49.199 W19 55.031.
Dalakofinn: N63 57.042 W19 21.566.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þríhyrningur, Knafahólar, Krakatindur, Laufafell, Hungurfit, Reiðskarð, Reykjadalir.
Nálægar leiðir: Kirkjustígur, Tröllaskógur, Geldingavellir, Rauðufossafjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson