Grettir

Frá Fjallabaksleið nyrðri að Langasjó.

Ein stórfenglegasta eyðimerkurleið landsins að fegursta stöðuvatni landsins.

Byrjum á Fjallabaksleið nyrðri milli Skuggafjalla og Herðubreiðar í 620 metra hæð. Förum meðfram Skuggafjallakvísl og norðvestan við Ljónstind og Gjátind í Norðari-Ófæru og áfram vestan við Blautulón, sem eru undir fjallinu Gretti. Norðvestan við okkur er Grænifjallgarður. Við förum áfram milli hans og Hellnafjalls að suðaustan. Þar komum við að suðurendanum á Langasjó í 660 metra hæð.

23,1 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson