Grímsdalsheiði

Frá Hóli í Önundarfirði um Grímsdalsheiði að Kvíanesi í Súgandafirði.

Byrjum hjá þjóðvegi 64 við eyðibýlið Hól milli Hvilftar og Kaldár, austan við Flateyri í Önundarfirði. Förum norðaustur og upp Hólsdal og Garðadal. Síðan norður og norðvestur yfir Grímsdalsheiði í 660 metra hæð. Norður í Grímsdal og norðvestur og niður með Kvíanesá norðanverðri að Súgandafirði rétt vestan Klúku, þar sem heitir Kvíanes.

6,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Súgandi, Gilsbrekkuheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort