Styttra var milli aðila að fimm flokka viðræðunum en margir telja. Uppkastið úr Fjármálaráðuneytinu er af pólitískum ástæðum með of lágum tekjutölum. Til dæmis eiga tekjur af leigu veiðikvóta að vera mun hærri. Það er auðlindarenta, ekki skattur, heldur leigutekjur upp á milljarða. Ennfremur eru ýmsar tekjur af ferðaþjónustu afar vantaldar. Þar fást örugglega nokkrir milljarðar án nýrra skatta. Væri rétt tekjumat í fjárlagafrumvarpi Bjarna Benedikts, finnast án efa þeir milljarðar, sem skildu Vinstri græna frá hinum flokkunum. Munurinn felst í áætluðu bókhaldi. En það má víst ekki snerta auðgreifana, að mati Björns Vals.
