Magnast styrjöld Simma

Punktar

Styrjöld Sigmundar Davíðs við Framsóknarflokksins er rétt að byrja. Fyrst var það eins og þegar Framsókn losaði sig við Hriflu-Jónas. Hann bauð sig samt áfram í kjördæminu og hafði sigur. Smám saman náði flokkurinn aftur tökum á kjördæminu. Vígferð Sigmundar er allt önnur. Mætir aldrei á þingfundi. Mætir ekki í 100 ára afmælisboð flokksins í kjördæminu, heldur hefur sitt eigið boð fyrir sína menn. Búast má við, að senn fari hann að gjósa, þegar það kemur flokknum illa. Framsókn hefur ekki getað tekið þátt í viðræðum um stjórnarmyndun út af vígferð Sigmundar. Það getur tekið nokkur misseri fyrir flokkinn að losa sig við skapstygga trúðinn.