Horft til næstu kosninga

Punktar

Vinstri græn og Viðreisn þurfa að horfa til næstu kosninga og stöðu sinnar á þeim tíma, eftir eitt eða fjögur ár. Annað hvort verða þau með núverandi stjórn eða núverandi stjórnarandstöðu. Þá verður komið í ljós, hvernig sú stjórn hagar sér. Hefur hún hagað sér af sanngirni og samúð með þeim, sem minnst mega sín? Hefur hún stigið ný skref til að bæta samfélagið, til dæmis með að færa okkur nær nýrri stjórnarskrá? Hefur hún passað reikningshald ríkisins og stutt góðærið? Hefur hún sýnt festu gegn grátandi sérhagsmunum? Orðspor flokkanna tveggja verður vafalaust miklu betra eftir eitt eða fjögur ár í stjórn með núverandi stjórnarandstöðu.