Menntamálastofnun hefur nokkrum sinnum verið í fréttum vegna slappra vinnubragða við samræmd próf. Íslenzkum texta hefur verið ábótavant, skýringar með dæmum hafa verið villandi og rangar útkomur komið út úr dæmum. Svör hafa verið í skötulíki líkt og hjá pólitíkusum. Jafnframt hefur stofnunin reynt að draga til sín sem allra mest af valdi yfir skólum og menntun. Sumt af því hefur verið vanhugsað, til dæmis, að byrjendalæsi skili frá sér illa læsum nemendum. Forsendur þessa trúarofsa voru hins vegar einkar villandi. Útkoman hefur verið hrun í menntun Íslendinga samkvæmt Pisa samanburði. Þarna stjórnar æðibuna vanhæfra valdafíkla.