Eðlilegt er, að heimsþekkt hæfnisfólk eins og Eva Joly fái mikið fé fyrir að hjálpa Íslendingum. Við erum þar að kaupa heimsgæði og væntum árangurs. Hins vegar eru innlend ofurlaun ekki við hæfi, því að Íslendingar eru yfirleitt bara venjulegir. Þeir geta ekki meira en hver annar. Það var einmitt harmur Íslands á tíma vanhæfu stjórnarinnar, að ofurlaunamenn landsins gátu ekki neitt. Málgögn hægri manna býsnast þessa dagana yfir launum Joly. Við skulum ekki hlusta á málgögnin, þau eru bara að reyna að koma illu af stað. Ráðning Joly var svo frábær, að engum hægri manni hefði getað dottið hún í hug.
